Uppfćrđ dagskrá Ţrumunnar á haustönn - Ný ađstađa og fleiri klúbbar

  • Fréttir frá Ţrumunni
  • 9. október 2014

Hér fylgir uppfærð dagskrá félagsmiðstöðvarinnar Þrumunnar fram að áramótum (smella hér - PDF skjal). Búið er að kynna hana fyrir nemendum. Foreldrar og forráðamenn nemenda í 5.-10. bekk eru hvattir til þess að kynna sér dagskrána og starfið. Þið eruð jafnframt velkomin að kíkja við í heimsókn. 

Þruman flutti í haust úr Kvennó yfir í grunnskólann og nýtist aðstaðan einnig á skólatíma fyrir 7.-10. bekk.

Þruman ætlar að leggja aukna áherslu á Klúbbastarf í vetur og verða fjórir klúbbar í boði. Áframhald verður á vinsælu stráka- og stelpuklúbbunum. Síðan verður boðið uppá fjölmiðlaklúbb og ævintýraklúbb. 

Þruman er einnig í góðu samstarfi við félagsmiðstöðvar á Suðurnesjum og halda þær nokkrar skemmtanir á starfsárinu undir merkjum Samsuð. Síðan verður farið á stærstu Samfés viðburðina en það eru samtök allra félagsmiðstöðva á Íslandi.

5.-7. bekkur
Þruman bíður einnig upp á starfsemi fyrir 5. - 7. bekk tvisvar í viku eftir skóla (sjá dagskrá)
• Miðvikudögum kl. 17:00-18:30 - Skipulögð dagskrá
• Föstudögum kl. 13:30-15:00 Opið hús 

8.-10. bekkur
Kvölddagskrá er í boði fyrir nemendur í 8.- 10. bekk kl. 20:-22 (sjá dagskrá) 

Markmið Þrumunnar: VIRKNI - VELLÍÐAN - VIRÐING - VÍÐSÝNI
Starfsemi Þrumunar tekur mið af æskulýðslögum nr. 70 frá 2007 en tilgangur þeirra er að styðja börn og ungmenni til þátttöku í æskulýðsstarfi. Með æskulýðsstarfi er átt við skipulagða félags- og tómstundastarfsemi þar sem börn og ungmenni starfa saman í frístundum sínum að hugsjónum, markmiðum og áhugamálum. Nánari upplýsingar um dagskrá Þrumunnar má finna á heimasíðu Grindavíkurbæjar, www.grindavik.is/thruman sem og á Facebook síðu Þrumunnar.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir