Fundur 1361

  • Bćjarráđ
  • 2. október 2014

1361. fundur Bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 23. september 2014 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson formaður, Bryndís Gunnlaugsdóttir Holm aðalmaður, Kristín María Birgisdóttir varaformaður, Marta Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi, Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði : Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri.

Dagskrá:

1. 1002021 - Framtíðaruppbygging íþróttamannvirkja.
Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs fór yfir kostnaðaráætlun fyrir nýtt íþróttahús. Frumhönnun lögð fram og rædd.

Ármanni er falið að vinna frekari gögn og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.

2. 1305035 - Gjaldskrár Grindavíkurbæjar
Umræða um gjaldskrár Grindavíkurbæjar og forsendur næsta árs. Farið yfir gildandi gjaldskrá.

3. 1408052 - Fjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar 2015-2018

Jón Þórisson fór yfir áætlun um eignfærða fjárfestingu eins og hún liggur fyrir í gildandi þriggja ára áætlun.

4. 1402106 - Lóðarleigusamningur á iðnaðarsvæði i5
Bæjarstjóri lagði fram minnispunkta frá fundi sínum með fulltrúum atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytisins og fjármálaráðuneytisins vegna mögulegra kaupa eða leigu á landi á iðnaðarsvæði i5.

Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

5. 1409056 - Stofnun byggðasamlags um Brunavarnir Suðurnesja. Boð um viðræður.
Bæjarstjóri og forseti bæjarstjórnar gerðu grein fyrir umræðum á fundi með starfsmönnum Slökkviliðs Grindavíkur sem fram fór 22. september.

Bæjarráð samþykkir að hefja viðræður við önnur sveitarfélög á Suðurnesjum um byggðasamlag um brunavarnir. Hvað svo sem viðræðurnar leiða í ljós er skýr krafa Grindavíkurbæjar að áfram verði starfandi slökkvilið í Grindavík, og að slökkvistöð og búnaður verði áfram af sambærilegum gæðum og nú er. Að greiningarvinnu lokinni skal leggja þær niðurstöður fyrir bæjarráð, áður en viðræðum verði haldið áfram.

6. 1303048 - Tillaga að nýjum samþykktum um stjórn og fundarsköp Grindavíkurbæjar sbr. 9 gr. laga nr. 138/2011

Bæjarstjóri fór yfir breytingar sem gerðar hafa verið frá síðasta fundi.

Fulltrúi B-lista óskar eftir því að á bæjarstjórnarfundinum verði lagðar fram tvær útgáfur af orðalagi 66. gr.
Samþykkt samhljóða.

Umræðu frestað til næsta fundar.

7. 1402010 - Öldungaráð á Suðurnesjum
Bæjarstjórn óskaði eftir því að félagsmálanefnd tilnefndi tvo fulltrúa í undirbúningshóp um stofnun Öldungaráðs á Suðurnesjum.

Félagsmálanefnd bókaði eftirfarandi.

Í ljósi þess að stefna Grindavíkurbæjar er að taka yfir rekstur hjúkrunarheimilisins í Víðihlíð og heimahjúkrun, telur félagsmálanefnd rétt að Grindavíkurbær einbeiti sér að því að koma á fót Öldungaráði í Grindavík sem geti verið bæjarstjórn til samráðs um það verkefni.
Félagsmálanefnd telur eftir sem áður mikilvægt að halda góðu samstarfi við önnur sveitarfélög á Suðurnesjum um uppbyggingu þjónustu við eldri borgara á Suðurnesjum, en telur ekki tímabært að taka þátt í stofnun Öldungaráðs á Suðurnesjum að svo stöddu.

Bæjarráð tekur undir tillögu félagsmálanefndar um að ekki sé tímabært að taka þátt í stofnun Öldungaráðs á Suðurnesjum.

8. 1409083 - Ósk um samstarf og stuðning við samtökin Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs (GFF)á komandi árum.
Samtökin Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs óskar eftir því að gerður verði samningur til nokkurra ára milli Grindavíkurbæjar og samtakanna, þar sem m.a. kom til árlegt framlag til samtakanna.

Bæjarráð hafnar því að gera langtímasamning við GFF.

9. 1402022 - Beiðni um umsögn frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis um frumvarp til laga um hafnalög (ríkisstyrkir o.fl.)
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um hafnalög (ríkisstyrkir o.fl.).

Bæjarráð samþykkir að umsögn Grindavíkurbæjar verði óbreytt frá því að frumvarpið var lagt fram á vorþingi og felur bæjarstjóra að senda hana til umhverfis- og samgöngunefndar alþingis.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:45.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135