Ađ ala upp barn í breyttum heimi - Frćđslustund í skólanum

  • Fréttir
  • 30. september 2014
Ađ ala upp barn í breyttum heimi - Frćđslustund í skólanum

Fundur fyrir foreldra/forráðamenn og kennara barna í 8. 9. og 10. bekk. Fundurinn hefst kl. 17:30 þann 1. október í Grunnskóla Grindavíkur við Ásabraut. Á undanförnum 5 árum hefur sá heimur sem börnin okkar eru að alast upp í, gjörbreyst. Þetta þýðir að þær aðferðir og þau ráð sem uppalendur hafa verið að notast við í uppeldinu eru mörg hver úrelt og virka ekki lengur. Maritafræðslan býður ykkur á fræðslustund í skólanum ykkar þar sem við munum skoða þessar breytingar saman og skoða hvað uppeldissérfræðingar eru að ráðleggja í uppeldismálum núna. 

Fullorðnir fá einnig að sjá ágrip af þeirri fræðslu sem unglingarnir fengu, sem gerir alla umræðu heima fyrir auðveldari.

Einnig verða sýnd helstu einkenni fíkniefnaneyslu og hvernig er best að bregðast við ef grunur um neyslu kemur upp.

Taktu þátt! 
"Hjálpaðu barninu þínu að taka afstöðu og að hafa ekki áhuga á vímugjöfum"

MARITA FRÆÐSLAN
Á ÍSLANDI 
marita.is

Deildu ţessari frétt