Fiskmarkađur Grindavíkur - ný alhliđa löndunarţjónusta í Grindavíkurhöfn

 • Fréttir
 • 30. september 2014
Fiskmarkađur Grindavíkur - ný alhliđa löndunarţjónusta í Grindavíkurhöfn

Nú í sumar tók til starfa nýtt þjónustufyrirtæki við Grindavíkurhöfn, Fiskmarkaður Grindavíkur, en þeir veita skipum af öllum stærðum og gerðum alhliða löndunarþjónustu. Hefur þessi þjónusta haft mjög jákvæð áhrif á fjölgun landana í höfninni því nú eiga aðkomubátar auðvelt með að fá alla þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda við landanir.

Ein af þeim nýjungum sem FMG býður uppá er sú að hægt er að panta löndun á heimasíðu fyrirtækisins. Flækjustigið er lágt og gæði þjónustunnar hátt. Á heimasíðu FMG er eftirfarandi upplýsingar að finna um fyrirtækið:

,,Fiskmarkaður Grindavíkur veitir alhliða þjónustu við skip á öruggan og skilvirkan hátt. Við leggjum áherslu á góða samvinnu við viðskiptavini okkar til þess að tryggja sem besta þjónustu á sem hagkvæmastan hátt. Samfara auknu vöru- og þjónustuframboði hefur starfsemin vaxið verulega á undanförnum árum.

Við sjáum til þess að öryggi og aðstaða starfsmanna okkar sé ávallt eins og best verður á kosið og kappkostum að veita starfsmönnum okkar allan nauðsynlegan búnað og aðstöðu til að tryggja öryggi þeirra á vinnustað hverju sinni.

Fiskmarkaður Grindavíkur annast löndun á suðvesturhorni landsins og löndum við úr öllum stærðum og gerðum báta og skipa, allt frá trillum upp í frystitogara, íslenskum sem erlendum. Sem dæmi um þjónustuna er löndum og flokkun á afla úr skipum og gámum, lestun á flutningstækjum, trömpurum, kosti og umbúðum. Við önnumst losun á ferskum fiski, ísuðum í kör, ásamt flokkun á ís og körum. Þá þrífum við lestina, losum rusl í land, setjum beitu um borð og önnumst allan frágang í lest og á körum. Einnig getum við útvegað vaktmann um borð í skip og báta.

Ásamt löndunarþjónustu bjóðum við líka upp á slægingu, vélflokkun og ísafgreiðslu."

 

 

 

Deildu ţessari frétt

Nýjustu fréttir

Skólaslit tónlistarskólans 26. maí kl. 14:00

 • Tónlistaskólafréttir
 • 17. maí 2018

Atvinna - Grunnskóli Grindavíkur

 • Fréttir
 • 16. maí 2018

Góđar gjafir til Víđihlíđar

 • Fréttir
 • 15. maí 2018

Umrćđuplokk Raddar unga fólksins

 • Kosningar
 • 15. maí 2018

Krakkakosningar í Laut

 • Lautafréttir
 • 15. maí 2018

Útskrift Stjörnuhópsbarna - Gjáin

 • Lautafréttir
 • 15. maí 2018