Fiskmarkađur Grindavíkur - ný alhliđa löndunarţjónusta í Grindavíkurhöfn
Fiskmarkađur Grindavíkur - ný alhliđa löndunarţjónusta í Grindavíkurhöfn

Nú í sumar tók til starfa nýtt þjónustufyrirtæki við Grindavíkurhöfn, Fiskmarkaður Grindavíkur, en þeir veita skipum af öllum stærðum og gerðum alhliða löndunarþjónustu. Hefur þessi þjónusta haft mjög jákvæð áhrif á fjölgun landana í höfninni því nú eiga aðkomubátar auðvelt með að fá alla þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda við landanir.

Ein af þeim nýjungum sem FMG býður uppá er sú að hægt er að panta löndun á heimasíðu fyrirtækisins. Flækjustigið er lágt og gæði þjónustunnar hátt. Á heimasíðu FMG er eftirfarandi upplýsingar að finna um fyrirtækið:

,,Fiskmarkaður Grindavíkur veitir alhliða þjónustu við skip á öruggan og skilvirkan hátt. Við leggjum áherslu á góða samvinnu við viðskiptavini okkar til þess að tryggja sem besta þjónustu á sem hagkvæmastan hátt. Samfara auknu vöru- og þjónustuframboði hefur starfsemin vaxið verulega á undanförnum árum.

Við sjáum til þess að öryggi og aðstaða starfsmanna okkar sé ávallt eins og best verður á kosið og kappkostum að veita starfsmönnum okkar allan nauðsynlegan búnað og aðstöðu til að tryggja öryggi þeirra á vinnustað hverju sinni.

Fiskmarkaður Grindavíkur annast löndun á suðvesturhorni landsins og löndum við úr öllum stærðum og gerðum báta og skipa, allt frá trillum upp í frystitogara, íslenskum sem erlendum. Sem dæmi um þjónustuna er löndum og flokkun á afla úr skipum og gámum, lestun á flutningstækjum, trömpurum, kosti og umbúðum. Við önnumst losun á ferskum fiski, ísuðum í kör, ásamt flokkun á ís og körum. Þá þrífum við lestina, losum rusl í land, setjum beitu um borð og önnumst allan frágang í lest og á körum. Einnig getum við útvegað vaktmann um borð í skip og báta.

Ásamt löndunarþjónustu bjóðum við líka upp á slægingu, vélflokkun og ísafgreiðslu."

 

 

 

Nýlegar fréttir

mán. 20. nóv. 2017    Vel heppnađir nemendatónleikar í tónlistarskólanum s.l. ţriđjudag
sun. 19. nóv. 2017    Skáld í skólum á miđstigi
fös. 17. nóv. 2017    Nágrannaslagur í Ljónagryfjunni í kvöld kl. 20:00
fös. 17. nóv. 2017    Jólabingó Kvenfélagsins á sunnudaginn
fös. 17. nóv. 2017    Dagur íslenskrar tungu
fös. 17. nóv. 2017    Dagur Kár í viđtali hjá Víkurfréttum
fös. 17. nóv. 2017    Nemendur tónlistarskólans heimsóttu Hópsskóla
fös. 17. nóv. 2017    Lionsklúbbur Grindavíkur býđur uppá fríar blóđsykursmćlingar í dag
fim. 16. nóv. 2017    Fundur í skólaráđi
fim. 16. nóv. 2017    Björn Lúkas í úrslit
fim. 16. nóv. 2017    Gjafir til tónlistarskólans: Ţegar draumarnir rćtast - Saga Kammersveitar Reykjavíkur
fim. 16. nóv. 2017    Framkvćmdum viđ Víđihlíđ miđar vel
miđ. 15. nóv. 2017    Grindavíkurbćr undirbýr ţátttöku í verkefninu Heilsueflandi samfélag
miđ. 15. nóv. 2017    Fjörugur föstudagur - Handverksmarkađur í Kvikunni
miđ. 15. nóv. 2017    Íbúafundur um fjárhagsáćtlun í dag kl. 17:30
miđ. 15. nóv. 2017    Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ
miđ. 15. nóv. 2017    Verndaráćtlun í byggđ - Íbúafundur í dag
ţri. 14. nóv. 2017    Northern Light Inn og Norđurljósin í Sjónvarpi Víkurfrétta
ţri. 14. nóv. 2017    Ungmennaráđ fundađi međ bćjarstjórninni
ţri. 14. nóv. 2017    Söngskóli Emilíu kemur til Grindavíkur
ţri. 14. nóv. 2017    Vel heppnuđ afmćlishátíđ Guđbergs í Kvikunni
ţri. 14. nóv. 2017    Jón Axel leikmađur vikunnar í háskólaboltanum
ţri. 14. nóv. 2017    Matseđill vikunnar í Víđihlíđ
ţri. 14. nóv. 2017    Spurningakeppnirnar komnar af stađ
mán. 13. nóv. 2017    Bjartur Logi kvaddur í Kvenfélagsmessu
Grindavík.is fótur