Fiskmarkađur Grindavíkur - ný alhliđa löndunarţjónusta í Grindavíkurhöfn
Fiskmarkađur Grindavíkur - ný alhliđa löndunarţjónusta í Grindavíkurhöfn

Nú í sumar tók til starfa nýtt þjónustufyrirtæki við Grindavíkurhöfn, Fiskmarkaður Grindavíkur, en þeir veita skipum af öllum stærðum og gerðum alhliða löndunarþjónustu. Hefur þessi þjónusta haft mjög jákvæð áhrif á fjölgun landana í höfninni því nú eiga aðkomubátar auðvelt með að fá alla þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda við landanir.

Ein af þeim nýjungum sem FMG býður uppá er sú að hægt er að panta löndun á heimasíðu fyrirtækisins. Flækjustigið er lágt og gæði þjónustunnar hátt. Á heimasíðu FMG er eftirfarandi upplýsingar að finna um fyrirtækið:

,,Fiskmarkaður Grindavíkur veitir alhliða þjónustu við skip á öruggan og skilvirkan hátt. Við leggjum áherslu á góða samvinnu við viðskiptavini okkar til þess að tryggja sem besta þjónustu á sem hagkvæmastan hátt. Samfara auknu vöru- og þjónustuframboði hefur starfsemin vaxið verulega á undanförnum árum.

Við sjáum til þess að öryggi og aðstaða starfsmanna okkar sé ávallt eins og best verður á kosið og kappkostum að veita starfsmönnum okkar allan nauðsynlegan búnað og aðstöðu til að tryggja öryggi þeirra á vinnustað hverju sinni.

Fiskmarkaður Grindavíkur annast löndun á suðvesturhorni landsins og löndum við úr öllum stærðum og gerðum báta og skipa, allt frá trillum upp í frystitogara, íslenskum sem erlendum. Sem dæmi um þjónustuna er löndum og flokkun á afla úr skipum og gámum, lestun á flutningstækjum, trömpurum, kosti og umbúðum. Við önnumst losun á ferskum fiski, ísuðum í kör, ásamt flokkun á ís og körum. Þá þrífum við lestina, losum rusl í land, setjum beitu um borð og önnumst allan frágang í lest og á körum. Einnig getum við útvegað vaktmann um borð í skip og báta.

Ásamt löndunarþjónustu bjóðum við líka upp á slægingu, vélflokkun og ísafgreiðslu."

 

 

 

Nýlegar fréttir

ţri. 23. jan. 2018    Hćfileikakeppni Samsuđ fór fram í Grindavík
ţri. 23. jan. 2018    Atvinna - Starfsmađur í ţjónustumiđstöđ
mán. 22. jan. 2018    Gunnar Ţorsteinsson hjá Grindavík til loka 2020
mán. 22. jan. 2018    Rilany og Vivian áfram međ Grindavík
mán. 22. jan. 2018    Grindavík tapađi úti gegn ÍR
mán. 22. jan. 2018    Nýtt stuđningsmannalag - Vígiđ
mán. 22. jan. 2018    Grindvíkingar tóku Keflvíkinga í kennslustund
sun. 21. jan. 2018    Bóndadagskaffi á Ásabraut
fim. 18. jan. 2018    Ţorrablót á Króki á morgun
fim. 18. jan. 2018    Grindavík lagđi Keflavík - Dagur Ingi skorađi tvö
miđ. 17. jan. 2018    Kennarar úr Kópavogi í heimsókn
miđ. 17. jan. 2018    Handverk og hönnun - kynningarfundur í Kvikunni á morgun
miđ. 17. jan. 2018    Grćnfánanum flaggađ viđ Laut í fjórđa sinn
miđ. 17. jan. 2018    Pabba og afakaffi á Laut föstudaginn 19. janúar
miđ. 17. jan. 2018    Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ
miđ. 17. jan. 2018    Fjölnisstúlkur fóru međ öll stigin úr Mustad-höllinni
miđ. 17. jan. 2018    Snyrtilegir fyrstu bekkingar
miđ. 17. jan. 2018    Óskilamunir
ţri. 16. jan. 2018    Ađalfundur GG laugardaginn 3. febrúar
ţri. 16. jan. 2018    Brennibolti í Hópinu nćstu tvo fimmtudaga
ţri. 16. jan. 2018    Flugukastnámskeiđ í Hópinu á sunnudögum
ţri. 16. jan. 2018    Björn Berg og Hákon Ívar áfram í Grindavík, Milos og Magnús Björgvins á förum
ţri. 16. jan. 2018    Grindavík gerđi jafntefli viđ FH í Fótbolta.net mótinu
ţri. 16. jan. 2018    Íbúafundur um Sjóarann síkáta í dag
mán. 15. jan. 2018    Grindavíkurstúlkur bikarmeistarar í 9. flokki
Grindavík.is fótur