Hádegisskokk bćjarstjórans og kynning á íţróttum eldri borgara

  • Eldri borgarar
  • 30. september 2014

Þá er annar dagur Hreyfiviku runninn upp þar sem vindurinn er einnig talsvert á hreyfingu! Í dag er fjölbreytt dagskrá með hreyfingu fyrir foreldra og börn í kirkjunni, hádegisskokki bæjarstjórans, opnum tíma í zumba og styrk og jóga og svo er Brenniboltafélag Grindavíkur með æfingu (ef veður leyfir). Þá mun UMFÍ fjalla um íþróttir fyrir eldri borgara í Miðgarði. Síðast en ekki síst eru áhugaverðir fyrirlestrar í dag með Klemenz Sæmundssyni næringarfræðingi fyrir íþróttafólk. 

Dagskrá þriðjudags:

Hreyfing fyrir foreldra og börn - Á Foreldramorgni í kirkjunni verður hreyfing fyrir foreldra og börn í umsjá Örnu Björnsdóttur, kl. 10:00, Grindavíkurkirkja
Hádegisskokk bæjarstjórans Allir velkomnir í 5 km hádegisskokk undir forystu Róberts Ragnarsson bæjarstjóra, kl. 12:00. Mæting í sundlauginni. 

Opinn tími í zumba/styrk - Sameiginlegur tími hjá Jeanette og Söndru. Allir velkomnir, kl. 17:30 Kvennó

Yoga, tabatími með Kötu.  Skráning í tímana á Facebook, www.kata.is eða á kata@kata.is. Kl. 18:30 í Hópsnesi

Yogatími með Kötu Skráning í tímana á Facebook, www.kata.is eða á kata@kata.is. Kl. 20:00 í Hópsnes.

Brenniboltafélag Grindavíkur - Allir velkomnir á brenniboltaæfingu kl. 20:00 Sparkvöllur Ásabraut.

Íþróttir fyrir eldri borgara Kynning frá UMFÍ á íþróttum eldri borgara. Létt hreyfing. K. 15:00 Miðgarður

Næring og heilsa ungmenna.  Klemenz Sæmundsson næringarfræðingur með fræðslufyrirlestur fyrir 4.-8. bekk um hollt og skynsamlegt fæði fyrir íþróttafólk. Kl. 18:00 Hópsskóli

Fyrirlestur um fæði íþróttamannsins 15 ára og eldri. Klemenz Sæmundsson næringarfræðingur með fræðslufyrirlestur fyrir íþróttafólk 15 ára og eldri um hollt og skynsamlegt fæði. Kl. 20:00 Hópsskóli

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir