Myndir frá síđustu sögugöngu - um rústirnar í Ţórkötlustađanesi

  • Fréttir
  • 29. september 2014

Fjórða söguganga haustsins fór fram síðastliðinn laugardag, en þessar gönguferðir eru samvinnuverkefni Grindavíkurbæjar og Minja- og sögufélags Grindavíkur. Að þessu sinni var gengið um hinar fornu verbúðarrústir í Þórkötlustaðanesi.

Leiðsögumaður í þessari göngu var Pétur Guðjónsson sem er fæddur þarna og uppalinn og þekkir svæðið eins og lófann á sér. Ágæt mæting var í gönguna þrátt fyrir slæma veðurspá en það rættist heldur betur úr veðrinu og var gengið um svæðið í fallegri haustblíðu. Skipuleggjendur töldu um 20 manns í göngunni þegar mest var. Eftir gönguna bauð Minja- og sögufélagið svo uppá kaffisopa á efri hæðinni í Kvennó.

Göngufólk virðir fyrir sér gamalt spil.

Sannkallaður kvennafans var í göngunni.

.

Eftir gönguna var boðið uppá kaffi í Kvennó, en þar hefur Minja- og sögufélagið fengið aðstöðu til félagsstarfs.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun