Hafragrautur, hreyfing og frćđsla um forvarnir í hreyfiviku

 • Fréttir
 • 28. september 2014
Hafragrautur, hreyfing og frćđsla um forvarnir í hreyfiviku

Við í Grunnskóla Grindavíkur tökum virkan þátt í dagskrá Hreyfivikunnar í Grindavíkurbæ.
Boðið verður upp á hafragraut frá kl. 7:30 - 8:00 á báðum starfsstöðvum alla skóladaga vikunnar.   Skólamatur hefur gert breytingar á matseðlinum og kennarar munu brydda upp á ýmsu sem tengist hreyfingu.   Miðvikudagurinn er helgaður forvörnum, en þá koma fulltrúar frá Maritafræðslunni og funda með nemendum 8. 9. og 10. bekkja að morgni og foreldrum barna á elsta stigi kl. 17:30.

Við í Grunnskóla Grindavíkur tökum virkan þátt í dagskrá Hreyfivikunnar í Grindavíkurbæ.
Boðið verður upp á hafragraut frá kl. 7:30 - 8:00 á báðum starfsstöðvum alla skóladaga vikunnar.   Skólamatur hefur gert breytingar á matseðlinum og kennarar munu brydda upp á ýmsu sem tengist hreyfingu.   Miðvikudagurinn er helgaður forvörnum, en þá koma fulltrúar frá Maritafræðslunni og funda með nemendum 8. 9. og 10. bekkja að morgni og foreldrum barna á elsta stigi kl. 17:30.
Á mánudag verður morgunleikfimi í stað morgunsöngs í Hópsskóla.
Íþróttakennarar hafa skipulagt leiki og þrautabrautir fyrir miðstigið í frímínútum og munu stuðningsfulltrúar vera nemendum til aðstoðar við skipulagið. 
Íþróttaálfurinn heimsækir nemendur Hópsskóla á miðvikudag kl. 10:00.
Marítafræðslan er eins og áður sagði á miðvikudeginum fyrir nemendur 8. - 10. bekkja. Forvarnarfélagið "Hættu áður en þú byrjar" heldur úti Maritafræðslunni sem er verkefni sem fræðir börn, unglinga og foreldra þeirra um skaðsemi fíkniefna o.fl. 
Halldóra Halldórsdóttir kennari býður upp á jógatíma á Starfsmannadegi Grindavíkurbæjar á fimmtudag.
Í hádeginu á föstudag verða íþróttakennarar með hádegisleikfimi fyrir nemendur 4. - 10. bekkja.  
Í vikunni verður keppni milli nemenda og starfsfólks á elsta stigi í einhverri íþróttagrein.  
Starfsmenn og nemendur eru eins og áður hvattir til að ganga eða hjóla í skólann.  

Deildu ţessari frétt

Nýjustu fréttir

Skólaslit tónlistarskólans 26. maí kl. 14:00

 • Tónlistaskólafréttir
 • 17. maí 2018

Atvinna - Grunnskóli Grindavíkur

 • Fréttir
 • 16. maí 2018

Góđar gjafir til Víđihlíđar

 • Fréttir
 • 15. maí 2018

Umrćđuplokk Raddar unga fólksins

 • Kosningar
 • 15. maí 2018

Krakkakosningar í Laut

 • Lautafréttir
 • 15. maí 2018

Útskrift Stjörnuhópsbarna - Gjáin

 • Lautafréttir
 • 15. maí 2018