Fundur 45

 • Skipulags- og umhverfisnefnd
 • 26. september 2014

null

45. fundur Skipulags- og umhverfisnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 22. september 2014 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Sigurður Guðjón Gíslason formaður, Jón Emil Halldórsson aðalmaður, Þórir Sigfússon aðalmaður, Marta Sigurðardóttir aðalmaður, Erla Ósk Wissler Pétursdóttir aðalmaður og Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Fundargerð ritaði: Ármann Halldórsson, Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

 

Dagskrá:

1. 1211063 - Ósk um leiðréttingu á skráningu landspildum innan Húsatófta í Grindavík
Jón Þórisson sviðsstjóri fjármala- og stjórnasýslusviðs kom inn á fundinn undir þessum lið. Tekið fyrir erindi frá framkvæmdasýslu ríkisins. Í erindinu er óskað eftir viðbrögðum við matsgerð dagsett 19. maí 2014 í máli nr. M-24/2013 við Héraðsdóm Reykjanes er varað skráningu á landspildum innan Húsatófta. Matsgerðin er unnin af Runólfi Sigursveinssyni ráðunaut og Sigurgeiri Skúlasyni landfræðingi. Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við skýrslu matsmanna

2. 1409083 - Ósk um samstarf og stuðning við samtökin Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs (GFF)á komandi árum.
Erindi frá samtökum Gróður fyrir fólk. Í erindinu er óskað eftir samstarfssamning við Grindavíkurbæ. Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið.

3. 1409044 - Reglugerð um starfsemi slökkviliða, beiðni um umsögn
Erindi frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Í erindinu er óskað eftir umsögn Grindavíkurbæjar um drög að reglugerð um starfsemi slökkviliða. Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd.

4. 1409068 - Umsókn um byggingarleyfi Víkurbraut 8
Erindi frá Stakkavík ehf. Í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu sem nær u.þ.b. 5 m NV samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum nr. 826101 og 826102 dagsettum 05.09.2014 unnum af Tækniþjónustu SÁ. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið.

5. 1408121 - Beiðni um svæði fyrir dúfnakofa.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu sviðstjóra um að fundinn verði staður á geymslusvæði við Moldarlág.

6. 1405105 - Umsókn Landsnets hf. um framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2
Málinu frestað.

7. 1202082 - Deiliskipulag miðbæjarkjarna Grindavíkur.
Deiliskipulagstillagan var rædd. Málinu frestað.

8. 1209054 - Endurnýjun gatnalýsingar í Grindavík
Haldið verður áfram með endurnýjun lýsingar, gangstétta og afmörkun akreina á gatnamótum í Staðarhrauni, Borgarhrauni og Arnarhrauni.

9. 1409094 - Umsókn um stækkun lóðar Suðurhóp 13
Erindi frá eiganda Suðurhóps 13. Í erindinu er óskað eftir leyfi til þess að stækka lóðina að Suðurhópi 13 um 1,5 m til austurs. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið en ekki er gert ráð fyrir að sveitarfélagið komi að framkvæmdum vegna girðingar við Hópsbraut.

10. 1409093 - Breyting á lóðarmörkum Hafnargata 28
Erindi frá Fiskmarkaði Grindavíkur. Í erindinu er óskað eftir því að lóðarmörk við Hafnargötu 28 verði stækkuð til norðurs. Skipulags- og umhverfisnefnd vísar málinu í deiliskipulagsgerð.

11. 1409092 - Deiliskipulag fiskeldis á Stað.
Tekin fyrir beiðni um gerð deiliskipulags vegna fiskeldis á Stað. Erindinu fylgir einnig lýsing á skipulagsverkefninu unnin af Fanney Hauksdóttir arkitekt, dagsett september 2014. Ekkert deiliskipulag liggur fyrir af svæðinu. Mörk fyrirhugaðs deiliskipulagsvæðis fylgja lóðarmörkum Íslandsbleikju og fjörunni og er ca 95 ha hluti af iðnaðarsvæðinu i7 í aðalskipulagi Grindavíkur 2010-2030 og er afmarkað á mynd 2 í meðfylgjandi lýsingu. Aðkoma að svæðinu er um veg 425 að norðan. Fyrirhuguð er stækkun á eldisrými Íslandsbleikju úr 25000 rúmmetrum í 66000 rúmmetra með fjölgun eldiskerja og framleiðsluaukningu á bleikju úr 1600 tonn í 3000 tonn. Fyrirhugað er að bæta við alls 22 (2000 m3) steyptum hringlaga kerjum í þremur áföngum. Fyrir liggur niðurstaða Skipulagsstofnunar frá 17. júlí sl. um matskyldu framkvæmdarinnar og var niðurstaðan sú að framkvæmdin er ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Deiliskipulagsáætlunin er hins vegar háð lögum nr. 105/2000 um umhverfismat áætlana.

12. 1409034 - Umsókn um lóð Hólmasund 2
Þorsteinn Einarsson fyrir hönd EVH verktakar ehf. sækir um lóðina til byggingar iðnaðarhúsnæðis. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:50

Ármann Halldórs,
sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarráđ / 9. október 2018

Fundur 1495

Ungmennaráđ / 8. október 2018

Fundur 33

Ungmennaráđ / 11. september 2018

Fundur 32

Ungmennaráđ / 13. nóvember 2017

Fundur 31

Ungmennaráđ / 11. október 2017

Fundur 30

Ungmennaráđ / 18. september 2017

Fundur 29

Frćđslunefnd / 4. október 2018

Fundur 80

Bćjarráđ / 10. september 2018

Fundur 1491

Bćjarráđ / 6. september 2018

Fundur 1490

Bćjarráđ / 2. október 2018

Fundur 1494

Bćjarstjórn / 25. september 2018

Fundur 488

Frćđslunefnd / 20. september 2018

Fundur 79

Bćjarráđ / 18. september 2018

Fundur 1493

Skipulagsnefnd / 17. september 2018

Fundur 44

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 12. september 2018

Fundur 30

Bćjarráđ / 11. september 2018

Fundur 1492

Hafnarstjórn / 10. september 2018

Fundur 460

Frćđslunefnd / 6. september 2018

Fundur 78

Bćjarráđ / 4. september 2018

Fundur 1489

Bćjarstjórn / 28. ágúst 2018

Fundur 487

Skipulagsnefnd / 23. ágúst 2018

Fundur 43

Frćđslunefnd / 13. ágúst 2018

Fundur 77

Frćđslunefnd / 11. júní 2018

Fundur 76

Bćjarráđ / 21. ágúst 2018

Fundur 1488

Bćjarráđ / 14. ágúst 2018

Fundur 1487

Bćjarstjórn / 10. ágúst 2018

Fundur 486

Bćjarráđ / 8. ágúst 2018

Fundur 1486

Afgreiđslunefnd byggingamála / 25. júlí 2018

Fundur 28

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 25. júlí 2018

Fundur 29

Bćjarráđ / 24. júlí 2018

Fundur 1485

Nýjustu fréttir 10

Aukaađalfundur Knattspyrnudeildar UMFG 25. október

 • Íţróttafréttir
 • 16. október 2018

Stuđboltarnir farnir af stađ

 • Grunnskólafréttir
 • 16. október 2018

Starfsmenn Akurskóla komu í heimsókn á bleikum degi

 • Grunnskólafréttir
 • 12. október 2018

Atvinna - Byggingarfulltrúi

 • Fréttir
 • 11. október 2018

Björn Berg Bryde til Stjörnunnar

 • Íţróttafréttir
 • 11. október 2018