Daníel Leó og Guđrún Bentína bestu leikmennirnir

  • Íţróttafréttir
  • 26. september 2014
Daníel Leó og Guđrún Bentína bestu leikmennirnir

Lokahóf knattspyrnudeildar UMFG var haldið á laugardaginn í íþróttahúsinu og voru rúmlega 350 matargestir og um 500 manns á balli með Stjórninni.

Veislustjórinn Örvar Þór Kristjánsson fór á kostum, KK var frábær og Helgi Björns kom gestum í gírinn fyrir ballið.
Leikmenn ársins voru í kvennaflokki Guðrún Bentína Frímannsdóttir og í karlaflokki Daníel Leó Grétarsson.

Fleiri myndir má finna á facebook síðu knattspyrnudeildarinnar, https://www.facebook.com/kndumfg

Efsta mynd: Hákon Ívar Ólafsson efnilegasti leikmaðurinn, Margrét Albertsdóttir markadrottning, Guðrún Bentína Frímannsdóttir besti leikmaðurinn, Daníel Leó Grétarsson besti leikmaðurinn og Juraj Grizelj markakóngur.

Guðrún Bentína, Daníel Leó og Jónas Þórhallsson formaður knattspyrnudeildar.

Deildu ţessari frétt