Umhverfisverđlaun Grindavíkurbćjar 2014 afhent

  • Fréttir
  • 26. september 2014

Umhverfisverðlaun Grindavíkurbæjar voru afhent við athöfn á bæjarskrifstofunum í vikunni. Líkt og undanfarin ár var óskað eftir tilnefningum frá bæjarbúum og bárust fjölmargar ábendingar. Í kjölfarið fór dómnefnd í vettvangsferð um ýmsa garða í bænum.

Siggeir F. Ævarsson, upplýsingafulltrúi bæjarsins, setti athöfnina og greindi stuttlega frá störfum dómnefndar en svo tók Sigurður Guðjón Gíslason, formaður umhverfis- og skipulagsnefndar, við keflinu og las upp verðlaunahafa ársins og afhenti viðurkenningar. Þá veitti skógræktarfélag Grindavíkur viðurkenningu fyrir tré ársins. Eftirfarandi aðilar fengu viðurkenningar fyrir sína garða og umhverfi:

Viðurkenning fyrir fallegan og gróinn garð: Laut 35, Ólína Þorsteinsdóttir og Sigurður Gunnarsson

Viðurkenning fyrir einstakan garð: Akur, Þórdís Ásmundsdóttir

Viðurkenning fyrir vel heppnaða viðgerð á gömlu húsi: Vesturbraut 2, Friðrik Ingi Friðriksson

Viðurkenning fyrir snyrtilegt fyrirtæki: Blómakot

Tré ársins: Ösp að Heiðarhrauni 7, Friðrik Ámundason og Hrafnhildur Harpa Skúladóttir

Hér eru svo nokkrar myndir frá athöfninni af verðlaunahöfum ásamt formanni umhverfis- og skipulagsnefndar. Nánar verður fjallað um verðlaunin í næsta tölublaði Járngerðar sem kemur út í byrjun október.

 

Ólína og Sigurði í Laut 35 ásamt Sigurði formanni.

Þórdís í Akri ásamt formanninum.

Friðrik Ingi eigandi Vesturbrautar 2 var ekki á landinu. Móðir hans ásamt sambýliskonu tóku því á móti verðlaunum fyrir hans hönd, þær Bára Böðvarsdóttir og Baiba Megre.

Gugga í Blómakoti fékk blóm frá Blómakoti fyrir snyrtilegt umhverfi í kringum Blómakot.

Friðrik Ámundason og Hrafnhildur Harpa Skúladóttir með viðurkenninguna fyrir tré ársins.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!