Grindavíkurbásinn verđlaunađur á Íslensku sjávarúvegssýningunni
Grindavíkurbásinn verđlaunađur á Íslensku sjávarúvegssýningunni

Grindavíkurbásinn á Íslensku sjávarúvegssýningunni sem haldin er í Kópavogi þessa dagana var í kvöld verðlaunaður sem besti hóp- og landsvæðisbásinn á sýningunni. Þetta er mikil viðurkenning fyrir Grindavíkurhöfn og þau þjónustufyrirtæki sem standa saman að básnum. Sýningin opnaði í dag og var mikil aðsókn að Grindavíkurbásnum.

Þetta er í fyrsta skipti sem Grindavík tekur þátt í Íslensku sjávarúvegssýningunni með sameiginlegan bás. 

Ellefu aðilar eru á básnum sem er stór og glæsilegur þar sem kynnt er framsækin hafnarstarfsemi í Grindavíkurhöfn og þjónustu við fiskiskip í fremstu röð. Kynningarbækling um fyrirtækin sem eru á Grindavíkurbásnum má lesa hér (PDF).

Dagskráin á básnum:

Föstudagur kl. 13:00 - Matur og léttar veitingar. Sushi og annað góðgæti frá Bláa Lóninu. Landsliðskokkar Bláa Lónsins notast við hráefni frá Grindavík við matseldina.

Laugardagur kl. 13:00 - Matur og léttar veitingar. Sushi og annað góðgæti frá Bláa Lóninu. Landsliðskokkar Bláa Lónsins notast við hráefni frá Grindavík við matseldina.

Sýningin er opin föstudag og laugardag frá kl. 10-16. Grindvíkingar eru hvattir til þess að kynna sér básinn.

Verðlaunagripurinn sem Grindavíkurbásinn fékk sem besti hóp- og landsvæðabásinn á sýningunni.

Veiðarfæragerðin og Fiskmarkaður Suðurnesja eru á Grindavíkurbásnum.

HP gámar eru þátttakendur í básnum.

Grindavíkurbásinn fer ekki fram hjá nokkrum manni sem er á svæðinu.

Vélsmiðja Grindavíkur er þarna í öllu sínu veldi.

TG raf býður upp á úrvals þjónustu.

Fisktækniskóli Íslands er einnig á básnum.

Voot beita tjaldar öllu til á básnum.

Codland er einnig hluti af Grindavíkurverðlaunabásnum.

Landsliðskokkar Bláa Lónsins bjóða upp á suhsi og saltfisk á básnum sem hefur slegið í gegn á sýningunni. Hráefnið er að sjálfsögðu úr Grindavík.

Fulltrúar þeirra sem tóku við viðurkenningum fyrir flottustu básana. Pétur í Vélsmiðju Grindavíkur er aftast fyrir miðju á myndinni en hann tók við viðurkenningunni fyrir hönd Grindavíkurbásins.

Forsíða kynningarbæklingsins. Honum verður dreift í öll fiskiskip á Íslandi.

Nýlegar fréttir

ţri. 21. nóv. 2017    Mikiđ stuđ og glćsilegir vinningar á jólabingó Kvenfélagsins
ţri. 21. nóv. 2017    Viktor Örn nćldi í 2. sćtiđ í Rímnaflćđi
ţri. 21. nóv. 2017    Jóhann Helgi og Orri Freyr í Grindavík
ţri. 21. nóv. 2017    Heimir ţjálfar GG
ţri. 21. nóv. 2017    Sigríđur Etna gefur út barnabók - útgáfuhóf í dag
mán. 20. nóv. 2017    Björn Lúkas tók silfriđ á heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA
mán. 20. nóv. 2017    Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ
mán. 20. nóv. 2017    Grindvíkingar standa sig almennt vel ţegar öryggi barna í bíl er kannađ
mán. 20. nóv. 2017    Samningar viđ stćrstu bakhjarla körfuknattleiksdeildarinnar endurnýjađir
mán. 20. nóv. 2017    Grindavíkurkonur völtuđu yfir Ármann
mán. 20. nóv. 2017    Tvö slćm töp hjá strákunum um helgina
mán. 20. nóv. 2017    Vel heppnađir nemendatónleikar í tónlistarskólanum s.l. ţriđjudag
sun. 19. nóv. 2017    Skáld í skólum á miđstigi
fös. 17. nóv. 2017    Nágrannaslagur í Ljónagryfjunni í kvöld kl. 20:00
fös. 17. nóv. 2017    Jólabingó Kvenfélagsins á sunnudaginn
fös. 17. nóv. 2017    Dagur íslenskrar tungu
fös. 17. nóv. 2017    Dagur Kár í viđtali hjá Víkurfréttum
fös. 17. nóv. 2017    Nemendur tónlistarskólans heimsóttu Hópsskóla
fös. 17. nóv. 2017    Lionsklúbbur Grindavíkur býđur uppá fríar blóđsykursmćlingar í dag
fim. 16. nóv. 2017    Fundur í skólaráđi
fim. 16. nóv. 2017    Björn Lúkas í úrslit
fim. 16. nóv. 2017    Gjafir til tónlistarskólans: Ţegar draumarnir rćtast - Saga Kammersveitar Reykjavíkur
fim. 16. nóv. 2017    Framkvćmdum viđ Víđihlíđ miđar vel
miđ. 15. nóv. 2017    Grindavíkurbćr undirbýr ţátttöku í verkefninu Heilsueflandi samfélag
miđ. 15. nóv. 2017    Fjörugur föstudagur - Handverksmarkađur í Kvikunni
Grindavík.is fótur