Grindavíkurbásinn verđlaunađur á Íslensku sjávarúvegssýningunni
Grindavíkurbásinn verđlaunađur á Íslensku sjávarúvegssýningunni

Grindavíkurbásinn á Íslensku sjávarúvegssýningunni sem haldin er í Kópavogi þessa dagana var í kvöld verðlaunaður sem besti hóp- og landsvæðisbásinn á sýningunni. Þetta er mikil viðurkenning fyrir Grindavíkurhöfn og þau þjónustufyrirtæki sem standa saman að básnum. Sýningin opnaði í dag og var mikil aðsókn að Grindavíkurbásnum.

Þetta er í fyrsta skipti sem Grindavík tekur þátt í Íslensku sjávarúvegssýningunni með sameiginlegan bás. 

Ellefu aðilar eru á básnum sem er stór og glæsilegur þar sem kynnt er framsækin hafnarstarfsemi í Grindavíkurhöfn og þjónustu við fiskiskip í fremstu röð. Kynningarbækling um fyrirtækin sem eru á Grindavíkurbásnum má lesa hér (PDF).

Dagskráin á básnum:

Föstudagur kl. 13:00 - Matur og léttar veitingar. Sushi og annað góðgæti frá Bláa Lóninu. Landsliðskokkar Bláa Lónsins notast við hráefni frá Grindavík við matseldina.

Laugardagur kl. 13:00 - Matur og léttar veitingar. Sushi og annað góðgæti frá Bláa Lóninu. Landsliðskokkar Bláa Lónsins notast við hráefni frá Grindavík við matseldina.

Sýningin er opin föstudag og laugardag frá kl. 10-16. Grindvíkingar eru hvattir til þess að kynna sér básinn.

Verðlaunagripurinn sem Grindavíkurbásinn fékk sem besti hóp- og landsvæðabásinn á sýningunni.

Veiðarfæragerðin og Fiskmarkaður Suðurnesja eru á Grindavíkurbásnum.

HP gámar eru þátttakendur í básnum.

Grindavíkurbásinn fer ekki fram hjá nokkrum manni sem er á svæðinu.

Vélsmiðja Grindavíkur er þarna í öllu sínu veldi.

TG raf býður upp á úrvals þjónustu.

Fisktækniskóli Íslands er einnig á básnum.

Voot beita tjaldar öllu til á básnum.

Codland er einnig hluti af Grindavíkurverðlaunabásnum.

Landsliðskokkar Bláa Lónsins bjóða upp á suhsi og saltfisk á básnum sem hefur slegið í gegn á sýningunni. Hráefnið er að sjálfsögðu úr Grindavík.

Fulltrúar þeirra sem tóku við viðurkenningum fyrir flottustu básana. Pétur í Vélsmiðju Grindavíkur er aftast fyrir miðju á myndinni en hann tók við viðurkenningunni fyrir hönd Grindavíkurbásins.

Forsíða kynningarbæklingsins. Honum verður dreift í öll fiskiskip á Íslandi.

Nýlegar fréttir

fim. 21. sep. 2017    Heilsu- og forvarnarvika á Suđurnesjum
fim. 21. sep. 2017    Czy twoje dziecko jest zapisane w systemie Nora?
fim. 21. sep. 2017    Rashad Whack nýr leikmađur Grindavíkur
fim. 21. sep. 2017    Starf organista viđ Grindavíkurkirkju
miđ. 20. sep. 2017    Prjóna- og handavinnukvöld í Gallery Spuna í kvöld
miđ. 20. sep. 2017    Fyrsti fundur Stuđboltana ţetta skólaár
miđ. 20. sep. 2017    Félagsfundur VG í Grindavík annađ kvöld - Ari Trausti mćtir
miđ. 20. sep. 2017    Tjaldsvćđiđ opiđ út nóvember
miđ. 20. sep. 2017    ADHD međ tónleika á Bryggjunni á fimmtudagskvöldiđ
ţri. 19. sep. 2017    Suđurnesjaslagur í Útsvarinu 29. september
ţri. 19. sep. 2017    Fisktćkniskólinn og Marel áfram í samstarfi
ţri. 19. sep. 2017    Lokahóf 3. og 4. flokks í knattspyrnu
ţri. 19. sep. 2017    Lýđheilsuganga í Grindavík - SAGA
ţri. 19. sep. 2017    Geo Hótel leitar ađ hótelstjóra
mán. 18. sep. 2017    Karfan.is leitar ađ blađamönnum og ljósmyndurum í Grindavík
mán. 18. sep. 2017    Hópsnesiđ er kynngimagnađur stađur
mán. 18. sep. 2017    Allskonar form í umhverfinu
mán. 18. sep. 2017    Björn Lúkas rúllađi upp MMA einvígi sínu
mán. 18. sep. 2017    Rennandi blaut markasúpa á Grindavíkurvelli
fös. 15. sep. 2017    Réttađ í Ţórkötlustađarétt laugardaginn á morgun kl. 14:00
fös. 15. sep. 2017    Opnađ fyrir umsóknir um orlofshús VG á Spáni fyrir páskana
fös. 15. sep. 2017    Grindavík lá í Eyjum
fös. 15. sep. 2017    Bubbi Morthens međ tónleika í Grindavíkurkirkju í kvöld
fim. 14. sep. 2017    Lýđsheilsugöngur í Grindavík
fim. 14. sep. 2017    Lokahóf hjá yngri flokkum í fótboltanum
Grindavík.is fótur