Kynningarmyndband um Grindavík sýnt á Sjávarúvegssýningunni

  • Fréttir
  • 24. september 2014

Íslenska sjávarúvegssýningin hefst á morgun í Kópavogi og stendur til laugardags. Þar verður glæsilegur Grindavíkurbás en Grindavíkurhöfn og þjónustufyrirtæki í bænum verða með sameiginlegan bás. Á básnum verður meðal sýnt kynningarmyndband um grindvísku fyrirtæki á sýningunni sem sjá má hér að neðan. 

 

Kynningarbækling um fyrirtækin sem eru á Grindavíkurbásnum má lesa hér (PDF)

Í bæklingnum segir m.a.:

Hjá okkur í Grindavík snýst lífið um sjávarútveg. Við hvetjum þig til að koma á básinn okkar til að kynna þér framsækna hafnarstarfsemi og þjónustu við fiskiskip í fremstu röð.

Kynntu þér þau fjölmörgu og kraftmiklu fyrirtæki hér í Grindavík sem þjónusta sjávarútveginn og hafa 
blómstrað og dafnað undanfarin ár, s.s. veiðfæragerðir og þjónustur, vélsmiðjur, rafverktakar, löndunarþjónustur, fiskmarkaðir og beitusölufyrirtæki. Hér eru nýsköpunarfyrirtæki sem eru í fararbroddi á sínu sviði, t.d. í þróun og framleiðslu á lausnum og búnaði til vinnslu skelfiskafurða. Öflug flutningaþjónusta er til staðar í Grindavík sem þjónustar sjávarútveginn landshorna á milli. Hér starfar einnig Fisktækniskólinn sem hefur að markmiði að auka þekkingu og sérhæfingu í greininni.
Fiskveiðiárið 2014/2015 er Grindavíkurhöfn með næst mestar aflaheimildir af öllum heimahöfnum landsins. 
Útflutningsverðmæti þess afla sem landað er árlega er um 25 milljarðar.
Vertu velkomin(n) í kjarna íslenska sjávarútvegsins, í Grindavík.

Dagskrá á Grindavíkurbásnum á Sjávarúvegssýningunni

Fimmtudagur kl. 12:00 - Matur og léttar veitingar. Sushi og annað góðgæti frá Bláa Lóninu. Landsliðskokkar Bláa Lónsins notast við hráefni frá Grindavík við matseldina.

Föstudagur kl. 13:00 - Matur og léttar veitingar. Sushi og annað góðgæti frá Bláa Lóninu. Landsliðskokkar Bláa Lónsins notast við hráefni frá Grindavík við matseldina.

Laugardagur kl. 13:00 - Matur og léttar veitingar. Sushi og annað góðgæti frá Bláa Lóninu. Landsliðskokkar Bláa Lónsins notast við hráefni frá Grindavík við matseldina.

Sýningin er opin fimmtudag frá kl. 10-18, föstudag og laugardag frá kl. 10-16. Grindvíkingar eru hvattir til þess að kynna sér básinn.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál