Hreyfileikur fyrir alla fjölskylduna

  • Fréttir
  • 24. september 2014
Hreyfileikur fyrir alla fjölskylduna

Nú er tækifærið fyrir alla fjölskylduna að hreyfa sig saman í HREYFIVIKUNNI með því að taka þátt í skemmtilegum fjölskylduleik. Það sem þið gerið er eftirfarandi:

Takið þátt í neðangreindum viðburðum, takið myndir af ykkur í hverjum viðburði fyrir sig og setjið myndirnar á USB lykil eða disk. Smellið ofan í umslag og merkið það með nöfnum ykkar og símanúmeri. Merkið umslagið einnig 

HREYFILEIKUR 2014.
Skilafrestur er til 10. október.

Vinningar:
1. Fjölskyldukort í Bláa Lónið
2. Út að borða á Salthúsinu fyrir fjölskylduna
3. Árskort fyrir fjölskylduna í sund

Fjölskyldan þarf að taka þátt í eftirfarandi (og mynda): 
1. Fjölskyldan í sundi í Sundlaug Grindavíkur
2. Fjölskyldan í göngutúr á Þorbirni
3. Fjölskyldan í Bótinni (göngu- eða hjólreiðatúr)
4. Fjölskyldan í körfubolta á körfuboltavellinum við Hópsskóla
5. Fjölskyldan í fótbolta á öðrum hvorum sparkvellinum við skólana
6. Fjölskyldan í golfi (á púttvellinum við Víðihlíð, eða á vellinum á rollutúninu eða á Húsatóftavelli).
7. Fjölskyldan að taka þátt í einhverjum skipulögðum hreyfiviðburði sem boðið er upp á í Hreyfivikunni.

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Tónlistaskólafréttir / 23. maí 2018

Rafgítarkennari óskast í ca. 50% starf

Grunnskólafréttir / 18. maí 2018

Síđasti Stuđboltafundur ţennan veturinn

Íţróttafréttir / 22. maí 2018

Lokahóf yngri flokka á morgun, miđvikudag

Kosningar / 17. maí 2018

Ungmennakvöld hjá Rödd unga fólksins

Kosningar / 17. maí 2018

Fimmtudagsfjör XB í kvöld

Íţróttafréttir / 16. maí 2018

Stelpurnar bíđa enn eftir stigunum

Fréttir / 16. maí 2018

Atvinna - Grunnskóli Grindavíkur

Fréttir / 15. maí 2018

Góđar gjafir til Víđihlíđar

Knattspyrna / 15. maí 2018

Sito í Grindavík

Kosningar / 15. maí 2018

Opinn fundur G-listans á miđvikudaginn