Fjölbreytt dagskrá Hreyfivikunnar 29. sept. - 5. okt.
Fjölbreytt dagskrá Hreyfivikunnar 29. sept. - 5. okt.

Hreyfivikan í Grindavík hefst eftir viku (mánudaginn 29. sept. - 5. okt) og er dagskráin klár. Henni verður dreift í öll hús á fimmtudaginn en þeir sem vilja taka forskot á sæluna geta séð hana hér (PDF). Óhætt er að segja að viðtökurnar við Hreyfivikunni hafi farið fram úr björtustu vonum því alls eru um 65 viðburðir á dagskrá þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Dagana 29. september til 5. október stendur yfir Hreyfvika (Move Week) í Evrópu. Grindavíkurbær tekur þátt í fyrsta skipti.

Tilgangur hennar er að hvetja til virkrar hreyfingar og þátttöku í íþróttum. Það eru samtökin International Sport and Culture Association (ISCA) sem standa fyrir verkefninu en Ungmennafélag Íslands fylgir því eftir hérlendis.

Skipuleggjendur Hreyfivikunnar í Grindavík eru frístunda- og menningarsvið Grindavíkurbæjar í samstarfi við forvarnarteymi UMFG, skóla, félög, stofnanir og ýmsa fleiri aðila sem koma að hreyfingu á einn eða annan hátt. Einnig hefur verkefnið hlotið styrki úr Lýðheilsusjóði.

Það er von okkar að sem flestir íbúar Grinda-víkurbæjar kynni sér það sem í boði er í Hreyfvikunni og taki þátt í einhverjum viðburðanna, skilji líka bílinn eftir heima og gangi eða hjóli í vinnuna. Vonandi getur hún einnig verið einhverjum hvatning til aukinnar hreyfingar eða þátttöku í íþróttum. Þetta er líka frábær
byrjun á Meistaramánuði sem haldinn er í
október ár hvert.

Stýrihóp Hreyfivikunnar skipa:

  • Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri
  • Stefanía Sigríður Jónsdóttir, formaður forvarnarteymis UMFG
  • Ægir Viktorsson, yfirþjálfari
  • Jóhann Árni Ólafsson, frístundal.og yfirþjálfari
  • Ásrún Kristinsdóttir, bæjarfulltrúi og deildarstjóri

Við þökkum kærlega öllum þeim sem hafa lagt hönd á plóginn og boðið upp á glæsilega viðburði í Hreyfivikunni.
Vonandi finna allir eitthvað við sitt hæfi.

 

Nýlegar fréttir

fim. 21. sep. 2017    Heilsu- og forvarnarvika á Suđurnesjum
fim. 21. sep. 2017    Czy twoje dziecko jest zapisane w systemie Nora?
fim. 21. sep. 2017    Rashad Whack nýr leikmađur Grindavíkur
fim. 21. sep. 2017    Starf organista viđ Grindavíkurkirkju
miđ. 20. sep. 2017    Prjóna- og handavinnukvöld í Gallery Spuna í kvöld
miđ. 20. sep. 2017    Fyrsti fundur Stuđboltana ţetta skólaár
miđ. 20. sep. 2017    Félagsfundur VG í Grindavík annađ kvöld - Ari Trausti mćtir
miđ. 20. sep. 2017    Tjaldsvćđiđ opiđ út nóvember
miđ. 20. sep. 2017    ADHD međ tónleika á Bryggjunni á fimmtudagskvöldiđ
ţri. 19. sep. 2017    Suđurnesjaslagur í Útsvarinu 29. september
ţri. 19. sep. 2017    Fisktćkniskólinn og Marel áfram í samstarfi
ţri. 19. sep. 2017    Lokahóf 3. og 4. flokks í knattspyrnu
ţri. 19. sep. 2017    Lýđheilsuganga í Grindavík - SAGA
ţri. 19. sep. 2017    Geo Hótel leitar ađ hótelstjóra
mán. 18. sep. 2017    Karfan.is leitar ađ blađamönnum og ljósmyndurum í Grindavík
mán. 18. sep. 2017    Hópsnesiđ er kynngimagnađur stađur
mán. 18. sep. 2017    Allskonar form í umhverfinu
mán. 18. sep. 2017    Björn Lúkas rúllađi upp MMA einvígi sínu
mán. 18. sep. 2017    Rennandi blaut markasúpa á Grindavíkurvelli
fös. 15. sep. 2017    Réttađ í Ţórkötlustađarétt laugardaginn á morgun kl. 14:00
fös. 15. sep. 2017    Opnađ fyrir umsóknir um orlofshús VG á Spáni fyrir páskana
fös. 15. sep. 2017    Grindavík lá í Eyjum
fös. 15. sep. 2017    Bubbi Morthens međ tónleika í Grindavíkurkirkju í kvöld
fim. 14. sep. 2017    Lýđsheilsugöngur í Grindavík
fim. 14. sep. 2017    Lokahóf hjá yngri flokkum í fótboltanum
Grindavík.is fótur