Fjölbreytt dagskrá Hreyfivikunnar 29. sept. - 5. okt.

  • Fréttir
  • 22. september 2014
Fjölbreytt dagskrá Hreyfivikunnar 29. sept. - 5. okt.

Hreyfivikan í Grindavík hefst eftir viku (mánudaginn 29. sept. - 5. okt) og er dagskráin klár. Henni verður dreift í öll hús á fimmtudaginn en þeir sem vilja taka forskot á sæluna geta séð hana hér (PDF). Óhætt er að segja að viðtökurnar við Hreyfivikunni hafi farið fram úr björtustu vonum því alls eru um 65 viðburðir á dagskrá þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Dagana 29. september til 5. október stendur yfir Hreyfvika (Move Week) í Evrópu. Grindavíkurbær tekur þátt í fyrsta skipti.

Tilgangur hennar er að hvetja til virkrar hreyfingar og þátttöku í íþróttum. Það eru samtökin International Sport and Culture Association (ISCA) sem standa fyrir verkefninu en Ungmennafélag Íslands fylgir því eftir hérlendis.

Skipuleggjendur Hreyfivikunnar í Grindavík eru frístunda- og menningarsvið Grindavíkurbæjar í samstarfi við forvarnarteymi UMFG, skóla, félög, stofnanir og ýmsa fleiri aðila sem koma að hreyfingu á einn eða annan hátt. Einnig hefur verkefnið hlotið styrki úr Lýðheilsusjóði.

Það er von okkar að sem flestir íbúar Grinda-víkurbæjar kynni sér það sem í boði er í Hreyfvikunni og taki þátt í einhverjum viðburðanna, skilji líka bílinn eftir heima og gangi eða hjóli í vinnuna. Vonandi getur hún einnig verið einhverjum hvatning til aukinnar hreyfingar eða þátttöku í íþróttum. Þetta er líka frábær
byrjun á Meistaramánuði sem haldinn er í
október ár hvert.

Stýrihóp Hreyfivikunnar skipa:

  • Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri
  • Stefanía Sigríður Jónsdóttir, formaður forvarnarteymis UMFG
  • Ægir Viktorsson, yfirþjálfari
  • Jóhann Árni Ólafsson, frístundal.og yfirþjálfari
  • Ásrún Kristinsdóttir, bæjarfulltrúi og deildarstjóri

Við þökkum kærlega öllum þeim sem hafa lagt hönd á plóginn og boðið upp á glæsilega viðburði í Hreyfivikunni.
Vonandi finna allir eitthvað við sitt hæfi.

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 20. júní 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Grunnskólafréttir / 18. júní 2018

Gleđilegt sumar

Íţróttafréttir / 18. júní 2018

Grindin býđur á völlinn annađ kvöld

Grunnskólafréttir / 18. júní 2018

Atvinna - Húsvörđur viđ Grunnskóla Grindavíkur

Bókasafnsfréttir / 12. júní 2018

Sumarlestur bókasafnsins

Íţróttafréttir / 11. júní 2018

Blikar tóku öll stigin í rigningunni í Grindavík

Sjóarinn síkáti / 8. júní 2018

Tókst ţú myndir á Sjóaranum síkáta?