Jól í skókassa

  • Fréttir
  • 19. september 2014

Við í Laut höfum ákveðið að taka þátt í verkefninu Jól í skókassa og köllum eftir ykkar aðstoð. En jól í skókassa felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja börn sem lifa við fátækt,sjúkdóma og erfiðleiks með því að gefa þeim jólagjafir. Við ætlum að útbúa skókassa sem hæfa 3-6 ára aldri. Hugmyndir af því sem hægt er að setja í skókassann:

*Leikföng, t.d. litla bíla,bolta, dúkkur,bangsa eða jó-jó. athugið að láta auka rafhlöður fyrlgja rafknúnum leikföngum.
*Skóladót, t.d. penna, blýanta,yddara,strokleður,skrifbækur,liti,litabækur.
*Hreinlætisvörur, óskað er eftir því að allir láti tannbursta og tannkrem í kassann sinn. Einnig má segja sápustykki, greiðu,þvottapoka eða hárskraut.
*Sælgæti, t.d. sleikjó,brjóstsykur,pez, tyggjó eða karamellur.
*Föt, t.d. húfu,vettlinga,sokka,trefil,bol eða peysu.
Tekið er á móti framlögum í skókassana inn á skrifstofu leikskólastjóra. Einnig vantar okkur skókassa.

Sjá nánar um verkefnið Jól í skókassa hér

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!