Bréf frá skólastjóra vegna samrćmdra prófa

  • Grunnskólinn
  • 19. september 2014

Ágætu forráðamenn nemenda í 4., 7. og 10. bekkjum Grunnskóla Grindvíkur

Samræmd próf verða haldin í næstu viku. 10. bekkur tekur prófin mánudag - miðvikudags ( 22.-24.sept.) og 4. og 7. bekkur tekur prófin fimmtudag og föstudag (25.og 26.sept.).

Nemendur 10. bekkja eiga að vera komnir í skólann kl. 8:45 en prófið er frá kl. 9:00-12:00. Ekkert hlé verður gefið og mikilvægt er að nemendur hafi með sér nesti í prófið. Eftir prófin fá allir nemendur að borða og síðan er boðið upp á kennslu og undirbúning fyrir próf næsta dags. Kennsla verður í valgreinum eftir hádegi en mæting er frjáls á mánudag og þriðjudag. Eftir próf á miðvikudag er kennt skv. stundaskrá.

Nemendur 7. bekkja mæta í skólann kl. 8:45 en próftími er frá kl. 9:00 - 11:40 með 20 mínútna hléi til að snæða nesti. Eftir prófin verður kennt skv. stundaskrá.

Nemendur 4. bekkja mæta í skólann skv. stundaskrá en próftími er frá kl.9:00 - 11:20 með 20 mínútna hléi til að snæða nesti. Eftir prófin verður kennt skv. stundaskrá.

Allir nemendur þurfa að hafa með sér vasareikni, penna með svörtu eða bláu bleki, blýant, strokleður og nesti. Nemendur í 4. og 7. bekk þurfa að sitja allan próftímann og því er mikilvægt að hafa með sér eitthvað að lesa, krossgátur, teiknidót/liti eða annað sem hægt er að dunda sér við ef nemendur ljúka prófinu fyrir tilskilinn tíma. Ekki má nota síma sem hjálpartæki og nemendur mega ekki heldur hafa tónlist í eyrunum.

Mikilvægt er að nemendur fái góðan morgunverð, nægan svefn og mæti á réttum tíma í prófin.
Samræmd próf eru eitt af mælitækjum sem notuð eru til að meta stöðu nemenda miðað við jafnaldra á landinu. Það er mikilvægt að allir leggi sig fram við þetta verkefni líkt og öll önnur verkefni.

Ég óska öllum nemendum góðs gengis í prófunum.


Kær kveðja,
Halldóra K. Magnúsdóttir, skólastjóri.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!