Bréf frá skólastjóra vegna samrćmdra prófa
Bréf frá skólastjóra vegna samrćmdra prófa

Ágætu forráðamenn nemenda í 4., 7. og 10. bekkjum Grunnskóla Grindvíkur

Samræmd próf verða haldin í næstu viku. 10. bekkur tekur prófin mánudag - miðvikudags ( 22.-24.sept.) og 4. og 7. bekkur tekur prófin fimmtudag og föstudag (25.og 26.sept.).

Nemendur 10. bekkja eiga að vera komnir í skólann kl. 8:45 en prófið er frá kl. 9:00-12:00. Ekkert hlé verður gefið og mikilvægt er að nemendur hafi með sér nesti í prófið. Eftir prófin fá allir nemendur að borða og síðan er boðið upp á kennslu og undirbúning fyrir próf næsta dags. Kennsla verður í valgreinum eftir hádegi en mæting er frjáls á mánudag og þriðjudag. Eftir próf á miðvikudag er kennt skv. stundaskrá.

Nemendur 7. bekkja mæta í skólann kl. 8:45 en próftími er frá kl. 9:00 - 11:40 með 20 mínútna hléi til að snæða nesti. Eftir prófin verður kennt skv. stundaskrá.

Nemendur 4. bekkja mæta í skólann skv. stundaskrá en próftími er frá kl.9:00 - 11:20 með 20 mínútna hléi til að snæða nesti. Eftir prófin verður kennt skv. stundaskrá.

Allir nemendur þurfa að hafa með sér vasareikni, penna með svörtu eða bláu bleki, blýant, strokleður og nesti. Nemendur í 4. og 7. bekk þurfa að sitja allan próftímann og því er mikilvægt að hafa með sér eitthvað að lesa, krossgátur, teiknidót/liti eða annað sem hægt er að dunda sér við ef nemendur ljúka prófinu fyrir tilskilinn tíma. Ekki má nota síma sem hjálpartæki og nemendur mega ekki heldur hafa tónlist í eyrunum.

Mikilvægt er að nemendur fái góðan morgunverð, nægan svefn og mæti á réttum tíma í prófin.
Samræmd próf eru eitt af mælitækjum sem notuð eru til að meta stöðu nemenda miðað við jafnaldra á landinu. Það er mikilvægt að allir leggi sig fram við þetta verkefni líkt og öll önnur verkefni.

Ég óska öllum nemendum góðs gengis í prófunum.


Kær kveðja,
Halldóra K. Magnúsdóttir, skólastjóri.

 

Nýlegar fréttir

miđ. 20. sep. 2017    Prjóna- og handavinnukvöld í Gallery Spuna í kvöld
miđ. 20. sep. 2017    Fyrsti fundur Stuđboltana ţetta skólaár
miđ. 20. sep. 2017    Félagsfundur VG í Grindavík annađ kvöld - Ari Trausti mćtir
miđ. 20. sep. 2017    Tjaldsvćđiđ opiđ út nóvember
miđ. 20. sep. 2017    ADHD međ tónleika á Bryggjunni á fimmtudagskvöldiđ
ţri. 19. sep. 2017    Suđurnesjaslagur í Útsvarinu 29. september
ţri. 19. sep. 2017    Fisktćkniskólinn og Marel áfram í samstarfi
ţri. 19. sep. 2017    Lokahóf 3. og 4. flokks í knattspyrnu
ţri. 19. sep. 2017    Lýđheilsuganga í Grindavík - SAGA
ţri. 19. sep. 2017    Geo Hótel leitar ađ hótelstjóra
mán. 18. sep. 2017    Karfan.is leitar ađ blađamönnum og ljósmyndurum í Grindavík
mán. 18. sep. 2017    Hópsnesiđ er kynngimagnađur stađur
mán. 18. sep. 2017    Allskonar form í umhverfinu
mán. 18. sep. 2017    Björn Lúkas rúllađi upp MMA einvígi sínu
mán. 18. sep. 2017    Rennandi blaut markasúpa á Grindavíkurvelli
fös. 15. sep. 2017    Réttađ í Ţórkötlustađarétt laugardaginn á morgun kl. 14:00
fös. 15. sep. 2017    Opnađ fyrir umsóknir um orlofshús VG á Spáni fyrir páskana
fös. 15. sep. 2017    Grindavík lá í Eyjum
fös. 15. sep. 2017    Bubbi Morthens međ tónleika í Grindavíkurkirkju í kvöld
fim. 14. sep. 2017    Lýđsheilsugöngur í Grindavík
fim. 14. sep. 2017    Lokahóf hjá yngri flokkum í fótboltanum
fim. 14. sep. 2017    Atvinna: Matráđur og ađstođarmatráđur í Miđgarđi
fim. 14. sep. 2017    Fjör í hljóđfćrakennslu í tónlistarskólanum
miđ. 13. sep. 2017    Lýđheilsuganga í dag kl. 18:00 - náttúra
miđ. 13. sep. 2017    Lýđheilsuganga (spacer zdrowia) w Grindaviku
Grindavík.is fótur