Bréf frá skólastjóra vegna samrćmdra prófa
Bréf frá skólastjóra vegna samrćmdra prófa

Ágætu forráðamenn nemenda í 4., 7. og 10. bekkjum Grunnskóla Grindvíkur

Samræmd próf verða haldin í næstu viku. 10. bekkur tekur prófin mánudag - miðvikudags ( 22.-24.sept.) og 4. og 7. bekkur tekur prófin fimmtudag og föstudag (25.og 26.sept.).

Nemendur 10. bekkja eiga að vera komnir í skólann kl. 8:45 en prófið er frá kl. 9:00-12:00. Ekkert hlé verður gefið og mikilvægt er að nemendur hafi með sér nesti í prófið. Eftir prófin fá allir nemendur að borða og síðan er boðið upp á kennslu og undirbúning fyrir próf næsta dags. Kennsla verður í valgreinum eftir hádegi en mæting er frjáls á mánudag og þriðjudag. Eftir próf á miðvikudag er kennt skv. stundaskrá.

Nemendur 7. bekkja mæta í skólann kl. 8:45 en próftími er frá kl. 9:00 - 11:40 með 20 mínútna hléi til að snæða nesti. Eftir prófin verður kennt skv. stundaskrá.

Nemendur 4. bekkja mæta í skólann skv. stundaskrá en próftími er frá kl.9:00 - 11:20 með 20 mínútna hléi til að snæða nesti. Eftir prófin verður kennt skv. stundaskrá.

Allir nemendur þurfa að hafa með sér vasareikni, penna með svörtu eða bláu bleki, blýant, strokleður og nesti. Nemendur í 4. og 7. bekk þurfa að sitja allan próftímann og því er mikilvægt að hafa með sér eitthvað að lesa, krossgátur, teiknidót/liti eða annað sem hægt er að dunda sér við ef nemendur ljúka prófinu fyrir tilskilinn tíma. Ekki má nota síma sem hjálpartæki og nemendur mega ekki heldur hafa tónlist í eyrunum.

Mikilvægt er að nemendur fái góðan morgunverð, nægan svefn og mæti á réttum tíma í prófin.
Samræmd próf eru eitt af mælitækjum sem notuð eru til að meta stöðu nemenda miðað við jafnaldra á landinu. Það er mikilvægt að allir leggi sig fram við þetta verkefni líkt og öll önnur verkefni.

Ég óska öllum nemendum góðs gengis í prófunum.


Kær kveðja,
Halldóra K. Magnúsdóttir, skólastjóri.

 

Nýlegar fréttir

fim. 18. jan. 2018    Ţorrablót á Króki á morgun
fim. 18. jan. 2018    Grindavík lagđi Keflavík - Dagur Ingi skorađi tvö
miđ. 17. jan. 2018    Kennarar úr Kópavogi í heimsókn
miđ. 17. jan. 2018    Handverk og hönnun - kynningarfundur í Kvikunni á morgun
miđ. 17. jan. 2018    Grćnfánanum flaggađ viđ Laut í fjórđa sinn
miđ. 17. jan. 2018    Pabba og afakaffi á Laut föstudaginn 19. janúar
miđ. 17. jan. 2018    Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ
miđ. 17. jan. 2018    Fjölnisstúlkur fóru međ öll stigin úr Mustad-höllinni
miđ. 17. jan. 2018    Snyrtilegir fyrstu bekkingar
miđ. 17. jan. 2018    Óskilamunir
ţri. 16. jan. 2018    Ađalfundur GG laugardaginn 3. febrúar
ţri. 16. jan. 2018    Brennibolti í Hópinu nćstu tvo fimmtudaga
ţri. 16. jan. 2018    Flugukastnámskeiđ í Hópinu á sunnudögum
ţri. 16. jan. 2018    Björn Berg og Hákon Ívar áfram í Grindavík, Milos og Magnús Björgvins á förum
ţri. 16. jan. 2018    Grindavík gerđi jafntefli viđ FH í Fótbolta.net mótinu
ţri. 16. jan. 2018    Íbúafundur um Sjóarann síkáta í dag
mán. 15. jan. 2018    Grindavíkurstúlkur bikarmeistarar í 9. flokki
mán. 15. jan. 2018    Sigmundur Davíđ milliliđalaust á Bryggjunni á morgun
mán. 15. jan. 2018    Jón Axel stigahćstur í sigri Davidson
mán. 15. jan. 2018    Grindavíkurstúlkur bikarmeistarar í 10. flokki
fös. 12. jan. 2018    Opiđ sviđ á Bryggjunni föstudaginn 19. janúar
fös. 12. jan. 2018    Dósasöfnun meistaraflokks kvenna frestast aftur vegna veđurs
fös. 12. jan. 2018    Icelandic courses at MSS - Beginners and advanced
fim. 11. jan. 2018    Mest lesnu fréttir ársins 2017
fim. 11. jan. 2018    Grindavíkurstúlkur í bikarúrslitum um helgina
Grindavík.is fótur