Viltu auglýsa viđburđ í Hreyfvikunni? Yfir 40 viđburđir nú ţegar skráđir

 • Fréttir
 • 16. september 2014
Viltu auglýsa viđburđ í Hreyfvikunni? Yfir 40 viđburđir nú ţegar skráđir

Grindavíkurbær tekur þátt í Hreyfiviku (Move Week) 29. sept. - 5. okt. nk. í samstarfi við UMFÍ. Þetta er stórskemmtilegt heilsuverkefni þar sem vonast er til að allar stofnanir bæjarins, UMFG, félagasamtök, þjálfarar, fyrirtæki og allir áhugasamir um holla hreyfingu taki þátt. Gefinn verður út bæklingur þar sem Hreyfivikan verður auglýst en nú þegar eru um 40 skráðir viðburðir þessa viku. Þeir sem eru með viðburð í Hreyfivikunni og vilja auglýsa í bæklingnum geta sent línu á thorsteinng@grindavik.is

Stýrihópur heldur utan um Hreyfivikuna. Aðal atriðið er að virkja sem flesta til að vera með. Leikskólar og grunnskóli taka þátt af fullum krafti, UMFG verður með opnar æfingar, bjóða foreldrum að mæta, áhugahópur mun koma að því að skipuleggja Heilsustíg og þá er ætlunin að vera með fræðslu og fyrirlestra og ýmist fleira. Þá verða fyrirtæki hvött til að vera með, bjóða jafnvel upp á heilsufarsmælingar og hvetja starfsfólk til að ganga eða hjóla í vinnuna þessa vikuna.

Markmið Hreyfiviku í Grindavík er að fá Grindvíkinga á öllum aldri til viðtækari þátttöku í hreyfingu, útivist og íþróttum.

Verkefnateymi:
1. Þorsteinn Gunnarss sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs
2. Stefanía S. Jónsdóttir, forstöðukona Miðgarðs og formaður forvarnarteymis UMFG
3. Ægir Viktorsson yfirþjálfari yngri flokka hjá knattspyrnudeild
4. Jóhann Árni Ólafsson frístundaleiðbeinandi og yfirþjálfari yngri flokka hjá körfuknattleiksdeild
5. Ásrún Kristinsdóttir bæjarfulltrúi og deildarstjóri í Hópsskóla.

Þeir sem vilja koma upplýsingum á framfæri um viðburð í Hreyfivikuna geta sent upplýsingar á thorsteinng@grindavik.is, í síðasta lagi miðvikudaginn 17. sept. kl. 12:00 á thorsteinng@grindavik.is

Dagskrá Hreyfivikunnar verður send í öll hús í Grindavík fimmtudaginn 25. sept. Einnig kynnt á heimasíðum og samfélagsmiðlum.

Nánari upplýsingar um Hreyfivikuna má sjá hér: http://www.iceland.moveweek.eu/

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 21. febrúar 2018

Búiđ ađ opna Grindavíkurveg ađ nýju

Grunnskólinn / 16. febrúar 2018

Konudeginum fagnađ í skólanum

Fréttir / 19. febrúar 2018

Ađalfundur Rauđa krossins í Grindavík 

Fréttir / 16. febrúar 2018

Blús-rokk á Bryggjunni annađ kvöld

UMFG / 15. febrúar 2018

Juanma áfram í Grindavík

Grunnskólinn / 14. febrúar 2018

Líflegur öskudagur í Grunnskóla Grindavíkur

Fréttir / 8. febrúar 2018

Pizza í matinn í skólanum á öskudaginn

Fréttir / 8. febrúar 2018

Bćnastund í kirkjunni í kvöld

Nýjustu fréttir

Öskudagsfjör í Hópsskóla

 • Grunnskólinn
 • 19. febrúar 2018

Útgáfuveisla í 2. bekk

 • Grunnskólinn
 • 19. febrúar 2018

112 dagurinn á Laut

 • Laut
 • 15. febrúar 2018

Dagur tónlistarskólanna 24. febrúar 2018 milli kl. 14:00 og 16:00

 • Fréttir frá Tónlistarskólanum
 • 15. febrúar 2018

Ný vefsíđa Grindavíkurbćjar í loftiđ

 • Fréttir
 • 14. febrúar 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

 • Fréttir
 • 14. febrúar 2018