Aukin virkni í Gunnuhver, öđrum útsýnispallinum lokađ

  • Fréttir
  • 15. september 2014
Aukin virkni í Gunnuhver, öđrum útsýnispallinum lokađ

Eftirfarandi tilkynning var send á alla ferðaþjónustuaðila í dag. Miðað við myndir frá hverasvæðinu virðist virknin vera töluverð og biðjum við fólk að fara öllu með gát:

 

,,Á undanförnum dögum hafa orðið nokkrar breytingar á virkni hverasvæðisins við Gunnuhver á Reykjanesi. Gufuvirkni á svæðinu hefur aukist auk þess sem leirslettur berast nú lengra en áður. Af þeim sökum hafa Lögreglustjórinn á Suðurnesjum og bæjaryfirvöld í Grindavík ákveðið að loka eystri útsýnispallinum á hverasvæðinu fyrir allri umferð. Lokunin gildir þar til annað er ákveðið.

Aðgengi að vestari útsýnispallinum er óbreytt, en þaðan er gott útsýni yfir hverasvæðið. Heimsókn að Gunnuhver er sem fyrr mjög skemmtileg upplifun. Fólk er hvatt til að fara varlega um hverasvæðið."

Deildu ţessari frétt