Samiđ viđ Gym heilsu um nýjan líkamsrćktarsal
Samiđ viđ Gym heilsu um nýjan líkamsrćktarsal

Í sumar var auglýst eftir samstarfi við áhugasama aðila um rekstur líkamsræktar í nýrri aðstöðu í Íþróttamiðstöð Grindavíkur þar sem sundlaugarhúsnæðið,alls 400 fermetrum. Aðeins einn aðili sýndi því áhuga, Gym heilsa ehf, sem starfrækt hefur líkamsræktarstöðina þar undanfarin misseri. Bæjarráð samþykkti að ganga til samninga við fyrirtækið og fól bæjarstjóra að undirrita og leggja fyrir bæjarstjórn til staðfestingar. Skrifað var undir samninginn í gær.

Áætlað er að líkamsræktarstöðin opni í öllu sundlaugarhúsinu um mánaðarmótin janúar/febrúar. Ráðist verður í framkvæmdir á sundlaugarhúsnæðinu um leið og nýtt íþróttamannvirki verður opnað en búningsklefar sundlaugar færast þangað yfir. Í gamla sundlaugarhúsinu verður því innréttuð glæsileg líkamsræktaraðstaða og einnig hreyfisalur og þar verður einnig hægt að leigja út aðstöðu til sjúkraþjálfara. 

Gym heilsa (áður Nautilus/Actic) rekur tíu heilsuræktarstöðvar á Íslandi tengdar sundlaugum. Fyrirtækið hefur verið rekið á sömu kennitölu frá upphafi (630997-2329). Fyrsta stöðin var opnuð af sænskum aðilum árið 1997 í Sundlaug Kópavogs. Sumarið 2013 var fyrirtækið selt þeim Kjartani Má Hallkelssyni og Guðrúnu Benediktsdóttur en þau ásamt fjölskylduaðilum þeirra beggja hafa rekið fyrirtækið á Íslandi frá 1997/1998. Vegna eigendaskiptanna skipti fyrirtækið um nafn um áramót 2013/2014 og heitir nú Gym heilsa.

1997 Fyrsta stöðin opnar í Sundlaug Kópavogs
1999 Önnur stöðin opnar í Suðurbæjarlaug Hafnarfirði
2005 Þriðja stöðin opnar í Salalaug Kópavogi
2006 Fjórða stöðin opnar í Álftaneslaug
2007 Stöðvar opna í Sundhöll Vestmannaeyja og Sundlauginni í Vogum
2008 Aðstaðan í Sundlaug Kópavogs stækkar til muna og hóptímar byrja
2009 Stöðvar opna í Sundhöll Selfoss og Sundlauginni á Hellu
2010 Aðstaðan í Suðurbæjarlaug stækkar mikið og hóptímar byrja
2010 Níunda stöðin opnar í Sundlauginni í Vík
2011 Tíunda stöðin opnar í Sundlauginni í Grindavík
2013 Sænskir aðilar selja fyrirtækið og íslensku eigendurnir eignast það 100%

Gym heilsa leggur áherslu á að verð á kortum sé sem ódýrast þannig að allir sem vilja hugsa um heilsuna eigi kost á því. Öll kort gilda í líkamsrækt og sund í því sveitarfélagi sem þau eru keypt í. Gym heilsa greiðir sveitarfélögunum fyrir sundaðgang og leigu af því plássi sem fyrirtækið hefur afnot af. Allir meðlimir Gym heilsu geta pantað sér tíma með þjálfara til að læra á tækin og fá sérsniðna æfingaáætlun. Þjálfarar eru einnig til taks í salnum (misjafnt eftir stöðvunum hversu mikið þeir eru við) þannig að hægt er að leita til þeirra til að fá aðstoð, nýja æfingaáætlun o.s.frv. Gym heilsa vill að fólki líði vel þegar það æfir og að fólk fái æfingaáætlun sem hentar hverjum og einum.

Mynd: Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Kjartan Már Hallkelsson framkvæmdastjóri Gym heilsu ehf.

Nýlegar fréttir

fös. 17. nóv. 2017    Nágrannaslagur í Ljónagryfjunni í kvöld kl. 20:00
fös. 17. nóv. 2017    Jólabingó Kvenfélagsins á sunnudaginn
fös. 17. nóv. 2017    Dagur íslenskrar tungu
fös. 17. nóv. 2017    Dagur Kár í viđtali hjá Víkurfréttum
fös. 17. nóv. 2017    Nemendur tónlistarskólans heimsóttu Hópsskóla
fös. 17. nóv. 2017    Lionsklúbbur Grindavíkur býđur uppá fríar blóđsykursmćlingar í dag
fim. 16. nóv. 2017    Fundur í skólaráđi
fim. 16. nóv. 2017    Björn Lúkas í úrslit
fim. 16. nóv. 2017    Gjafir til tónlistarskólans: Ţegar draumarnir rćtast - Saga Kammersveitar Reykjavíkur
fim. 16. nóv. 2017    Framkvćmdum viđ Víđihlíđ miđar vel
miđ. 15. nóv. 2017    Grindavíkurbćr undirbýr ţátttöku í verkefninu Heilsueflandi samfélag
miđ. 15. nóv. 2017    Fjörugur föstudagur - Handverksmarkađur í Kvikunni
miđ. 15. nóv. 2017    Íbúafundur um fjárhagsáćtlun í dag kl. 17:30
miđ. 15. nóv. 2017    Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ
miđ. 15. nóv. 2017    Verndaráćtlun í byggđ - Íbúafundur í dag
ţri. 14. nóv. 2017    Northern Light Inn og Norđurljósin í Sjónvarpi Víkurfrétta
ţri. 14. nóv. 2017    Ungmennaráđ fundađi međ bćjarstjórninni
ţri. 14. nóv. 2017    Söngskóli Emilíu kemur til Grindavíkur
ţri. 14. nóv. 2017    Vel heppnuđ afmćlishátíđ Guđbergs í Kvikunni
ţri. 14. nóv. 2017    Jón Axel leikmađur vikunnar í háskólaboltanum
ţri. 14. nóv. 2017    Matseđill vikunnar í Víđihlíđ
ţri. 14. nóv. 2017    Spurningakeppnirnar komnar af stađ
mán. 13. nóv. 2017    Bjartur Logi kvaddur í Kvenfélagsmessu
mán. 13. nóv. 2017    Villibráđakvöld á Fish House 17. nóvember
mán. 13. nóv. 2017    Ray Anthony og Nihad Hasecid ţjálfa kvennaliđ Grindavíkur
Grindavík.is fótur