Jón Axel Guđmundsson sagđur einn af fimm efnilegustu leikmönnum Evrópu

  • Körfubolti
  • 10. september 2014
Jón Axel Guđmundsson sagđur einn af fimm efnilegustu leikmönnum Evrópu

Eftir glæsilega frammistöðu með U18 ára landsliði Íslands á Norðurlandamótinu í sumar, þar sem Jón Axel var valinn verðmætasti leikmaður mótsins og skoraði rúm 29 stig að meðaltali í leik, hafa erlendir fjölmiðlar farið að veita honum verðskuldaða athygli.

Á dögunum birti vefsíðan Sportondo umfjöllun um fimm ungar evrópskar stjörnur sem menn ættu að fylgjast með á næstu árum og var Jón Axel í þeim hópi. Við birtum hér pistilinn um Jón í lauslegri þýðingu mbl.is :

Körfu­bolta­lands­lagið er að breyt­ast og hann er sönn­un þess. Guðmunds­son er ís­lensk­ur og afar efni­leg­ur. Hann spil­ar oft sem leik­stjórn­andi en einnig sem skot­bakvörður, og seinni staðan er senni­lega sú sem hann mun spila út fer­il­inn. Hann hef­ur hæðina - er 195 cm - og hæfi­leik­ana til þess að leysa þessa stöðu með framúrsk­ar­andi ár­angri.

Varðandi sókn­ina þá get­ur hann sótt mjög vel á körf­una til að skora eða sækja vill­ur en hann get­ur líka skotið frá þriggja stiga lín­unni. Skot­in hans eru óstöðug en tækn­in er góð og skot­pró­sent­an mun batna með tím­an­um.

Hann hef­ur svo margt fram að færa á öll­um hliðum leiks­ins. Hann er frá­bær í frá­köst­um, stoðsend­ing­um og get­ur var­ist leik­mönn­um sem spila sem ás, tvist­ur eða þrist­ur. Hann hef­ur allt sem þarf til að verða mjög at­hygl­is­verður leikmaður en hann þarf að fara að spila í betri deild en þeirri ís­lensku. "

Eins og aðdáendur Grindavíkurliðsins vita hefur Jón Axel, sem aðeins er 17 ár, verið að spila sífellt stærra hlutverk í okkar liði og reynst því ansi drjúgur þrátt fyrir ungan aldur. Hann og yngri bróðir hans, Ingvi Þór, munu eyða næsta vetri í Bandaríkjunum við nám og körfuboltaiðkun og munu án vafa snúa þaðan enn betri leikmenn og eflaust liggur leiðin hjá Jóni í atvinnumennskuna áður en langt um líður.

Mynd: Jón Axel tekur við MVP verðlaununum á Norðurlandamótinu í sumar.

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Tónlistaskólafréttir / 23. maí 2018

Rafgítarkennari óskast í ca. 50% starf

Grunnskólafréttir / 18. maí 2018

Síđasti Stuđboltafundur ţennan veturinn

Íţróttafréttir / 22. maí 2018

Lokahóf yngri flokka á morgun, miđvikudag

Kosningar / 17. maí 2018

Ungmennakvöld hjá Rödd unga fólksins

Kosningar / 17. maí 2018

Fimmtudagsfjör XB í kvöld

Íţróttafréttir / 16. maí 2018

Stelpurnar bíđa enn eftir stigunum

Fréttir / 16. maí 2018

Atvinna - Grunnskóli Grindavíkur

Fréttir / 15. maí 2018

Góđar gjafir til Víđihlíđar

Knattspyrna / 15. maí 2018

Sito í Grindavík

Kosningar / 15. maí 2018

Opinn fundur G-listans á miđvikudaginn