Fyrsta laugardagsganga haustsins heppnađist vel

  • Fréttir
  • 9. september 2014
Fyrsta laugardagsganga haustsins heppnađist vel

Síðastliðinn laugardag var fyrsta laugardagsgangan af fimm, þar sem farið var um slóðir Grindavíkurstríðsins undir leiðsögn Ólafs R. Sigurðssonar. Ágætlega var mætt í gönguna þrátt fyrir harða samkeppni frá viðburðum Ljósanætur og að veðurguðirnir hafi ekki verið í sínu besta skapi þennan dag.

Göngurnar eru samstarfsverkefni Minja- og sögufélag Grindavíkur og Grindavíkurbæjar. Næstkomandi laugardag, 13. september, verður gengið um gamla bæinn undir leiðsögn Sigurðar Ágústssonar. Gönguferðirnar eru hluti af 40 ára afmælisdagskrá Grindavíkurbæjar.

Ólafur eys úr sínum viskubrunni

Hópurinn skoðar söguskilti í Bótinni

 

Deildu ţessari frétt