Er áhugi fyrir stofnun almenningsíţróttadeildar UMFG? Undirbúningsfundur í dag

  • Fréttir
  • 8. september 2014

Ert þú skokkari, göngugarpur, hjólreiðagarpur eða hefur almennt áhuga á hreyfingu og útivist og langar að taka þátt í skipulagðri hreyfingu með skemmtilegu fólki? UMFG vill kanna áhuga Grindvíkinga að stofna almenningsíþróttadeild eins og nokkur íþróttafélög hafa gert. Undirbúningsfundur verður í aðstöðu aðalstjórnar UMFG (útistofa við grunnskólann við Ásabraut) í dag mánudaginn 8. sept. n.k. kl. 18:00 (sex). Markmiðið með almenningsíþróttadeild er að gefa þeim aðilum sem að jafnaði taka ekki þátt í keppninisíþróttum, möguleika á að efla sál og líkama með þátttöku í almennri líkamsrækt. 

Grindvíkingar eru hvattir til þess að mæta en almenningsíþróttadeildir hafa gefist vel og aukið áhuga almennings á heilbrigðri og skemmtilegri hreyfingu í góðum félagsskap.

Þeir sem vilja kynna sér t.d. starfsemi almenningsíþróttadeildar Stjörnunnar geta séð upplýsingar um hana hér: http://stjarnan.is/almenningsithrottir


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir