Fundur 43

  • Skipulags- og umhverfisnefnd
  • 29. ágúst 2014

43. fundur Skipulags- og umhverfisnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, fimmtudaginn 28. ágúst 2014 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:
Sigurður Guðjón Gíslason formaður, Þórir Sigfússon aðalmaður, Marta Sigurðardóttir aðalmaður, Erla Ósk Wissler Pétursdóttir aðalmaður, Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og Ólafur Már Guðmundsson 1. varamaður.

Fundargerð ritaði: Ármann Halldórsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

 

Dagskrá:

1. 1407031 - Umhverfisverðlaun 2014
Siggeir Fannar Ævarsson upplýsinga- og skjalafulltrúi kom inn á fundinn og kynnti tillögur dómnefndar um veitingu umhverfisverðlauna 2014. Engar ábendingar bárust um fallegt umhverfi fyrirtækja. Skipulags- og umhverfisnefnd felur upplýsingarfulltrúa að kalla eftir ábendingum. Málinu frestað.

2. 1407035 - Endurskoðun Aðalskipulags Grindavíkur 2010-2030.
Samkvæmt 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal sveitarstjórn meta hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulag sveitarfélagið þegar að loknum sveitarstjórnarkosningum. Byggt á framlögðu minnisblaði, þar sem tekin eru saman atriði er varða breyttar forsendur frá gildistöku gildandi aðalskipulags, telur skipulagsnefnd að hefja skuli endurskoðun aðalskipulagsins. Megináherslur endurskoðunarinnar verða að uppfæra gögn m.v. breyttar forsendur fyrir einstaka svæði, breytta skipulagsreglugerð og skerpa á framsetningu skipulags og greinargerðar varðandi forsendur, markmið og leiðir. Sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs er falið að hefja undirbúning vinnunar.

3. 1303028 - Deiliskipulag miðbæjar - Ránargata og Hafnargata
Eva Dís Þórðardóttir og Þuríður Ragna Stefánsdóttir frá Eflu verkfræðistofu. Komu og kynntu drög af tillögum að deiliskipulagi. Málinu vísað til hafnarnefndar.

4. 1401027 - Gamli bærinn deiliskipulag
Eva Dís Þórðardóttir og Þuríður Ragna Stefánsdóttir frá Eflu verkfræðistofu. Komu og kynntu drög af tillögum að deiliskipulagi. Málið rætt án niðurstöðu.

5. 1406056 - Deiliskipulag Víðihlíð og nágrenni
Drög kynnt. Málinu frestað.

6. 1407028 - Fyrirspurn um Víkurbraut 20, stækkun.
Fyrirspurn frá Stakkavík ehf. kt. 480388-1519. Eigendur fasteignarinnar við Víkurbraut 20, leggja fram eftirfarandi fyrirspurn: hvort leyfi fengist fyrir því að stækka efri hæð íbúðarhúss með því að byggja ofan á anddyri að austanverðu og bæta við svölum er snúa í norður. Hugmyndin er að byggt verði úr léttum efnum. Einnig er spurt hvort leyfi fengist fyrir því að breyta matshl. 2 bílskúr í íbúð. Eigendur eru að hefja endurbætur á fasteigninni og verður núverandi klæðning fjarlægð og húsið klætt með bárustáli. Skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir frekari hönnunargögnum.

7. 1407029 - Fyrirspurn um Víkurbraut 8, stækkun og endurbygging.
Eigendur fasteignarinnar við Víkurbraut 8, leggja fram eftirfarandi fyrirspurn. Hvort leyfi fengist fyrir því að stækka neðrihæð íbúðarhúss um uþb. 5m til norðausturs. Einnig er spurt hvort leyfi fengist fyrir niðurrifi á núverandi bílskúr og í stað hans komi heilsárshús, húsið verður flutt á staðinn og klætt með sömu klæðningu og íbúðarhúsið. Eigendur eru að hefja endurbætur á fasteigninni og verður núverandi klæðning fjarlægð og húsið klætt með bárustáli. Hugmyndir eru um að í húsinu verði heimagisting. Skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir frekari hönnunargögnum.

8. 1405089 - Ný líkamsræktaraðstaða
Málinu frestað

9. 1405085 - Umferðaröryggisáætlun 2014-2017
Málinu frestað.

10. 1408013 - Umsókn um breytingu á lóð Vesturbraut 2
Friðrik I. Friðriksson sækir um breytingum á lóð. Um er að ræða stækkun á lóð sem nemur óráðstöfuðum lóðarblett á milli lóðana Vesturbraut 2 og 4. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðin verði stækkuð í vestur að Vesturbraut 4.

11. 1407014 - Umsókn um byggingarleyfi Stampólsvegur 3
Ólafur Már og Erla víkja af fundi. Magnús Guðmundsson kt. 170258-5179 sækir um endurnýjun á byggingarleyfi ásamt samþykkt fyrir breytingum á húsi og bílskýlum skv. teikningum merktum 1.0-01 og 1.1-01 frá Ásgeiri Ásgeirssyni kt. 060161-5429. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um fullnægjandi hönnunargögn og brunahönnun. Byggingarleyfi verður endurútgefið af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögnum hefur verið skilað inn.

12. 1209054 - Endurnýjun gatnalýsingar í Grindavík
Málinu frestað

13. 1307023 - Útrunnin byggingarleyfi og lóðarumsóknir
Málinu frestað.

14. 1408121 - Beiðni um svæði fyrir dúfnakofa.
Málinu frestað.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:30


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135