Seinni hluti 40 ára hátíđarhaldanna framundan

  • Fréttir
  • 18. ágúst 2014

Óhætt er að segja að fyrri hluti 40 ára kaupstaðarafmælis Grindavíkurbæjar hafi verið viðburðarríkur og skemmtilegur. Afmælisnefndin er nú að undirbúa fjölbreytta og skemmtilega dagskrá fyrir seinni hluta afmælisársins og þar verður af ýmsu að taka. 

Þar má nefna:

  • Sýning á heimildamyndinni Fiskur undir steini sem frumsýnd var á RÚV fyrir 40 árum. Sýning á bíómyndinni sænsku Sölku völku sem tekin var upp í Grindavík að hluta og frumsýnd fyrir 60 árum.
  • Forvarnar- og heilsuvika 29. sept.-5. okt.
  • Afmælistónleikar Kammersveitar Reykjavíkur. Sveitin heldur upp á 40 ára afmæli sitt með afmælistónleikum í Grindavík á 40 ára afmæli bæjarins.
  • Afmælisgolfmót 30. ágúst næstkomandi.
  • Vígsla á nýju bókasafni og tónlistarskóla 16. október. Vígsla á nýjum íþróttamannvirkjum í desember.
  • Norræn ljóða- og vísnakvöld í Kvikunni og endurvakning á Norrænni deild í Grindavík.
  • Tónleikar Bæjarlistamanns Grindavíkur

Auk þessa eru fleiri viðburðir í undirbúningi sem greint verður frá síðar. Dagskrá með nánari tímasetningur verður send út um mánaðarmótin.

Þeir sem vilja koma á framfæri viðburðum sem þeir eru með í haust geta sent upplýsingar um þá á netfangið heimasidan@grindavik.is 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir