Gummi Braga og synir hittu sjálfan Dr. J

  • Fréttir
  • 23. júlí 2014

Það hljóp heldur betur á snærið hjá Guðmundi Bragasyni, fyrrum miðherja Grindavíkur, og sonum hans sem staddir eru í körfuboltabúðum í Philadelphia þegar þeir hittu sjálfan Dr. J.

Dr. J, sem heitir réttu nafni Julius Erving, er ekkert annað en körfuboltagoðsögn í lifandi lífi. Hann var frumherji í háloftalistum og það er ekki síst honum að þakka að stíll NBA körfuboltans þróaðist á þá leið sem hann gerði, þar sem glæsilegar troðslur gleðja augað í hverjum leik.

Það er öllum körfuboltaiðkendum mikill heiður að hitta goðsögn eins og Dr. J en fyrir Gumma var þetta sérstök stund enda greindi hann frá því á Facebook síðu sinni að Erving hafi verið hans helsta fyrirmynd þegar hann var yngri og hann hefði valið að spila í treyju númer 6 því Doktorinn spilaði alltaf í því númeri hjá Sixers.

Fyrir þá lesendur sem eru of ungir til að muna eftir Dr. J er hér samantekt af hans 10 bestu troðslum.

Þess má svo til gamans geta að í fyrra sýndi hann að hann hefur engu gleymt, 63 ára gamall


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir