Hvađa kemur rusliđ?

  • Fréttir
  • 18. júlí 2014

Vikuna 7.-11. júlí ákváðum við í Vinnuskólanum að fara í eitt lítið ruslaverkefni og sá undirritaður um það verkefni. Verkefnið fólst í því að labba upp Víkurbrautina á hverjum degi frá Garðsvegi að Nesvegi og áttum við að tína rusl á Víkurbrautinni.

Við ákváðum að skipta Víkurbrautinni í þrjú svæði, fyrsta svæðið var frá Garðsvegi að Hvassahrauni, annað svæðið var frá Hvassahrauni að hringtorginu á Gerðavöllum og að lokum var þriðja svæðið frá Gerðavöllum að Nesvegi. Eftir hvern dag sem við tíndum ruslið þá töldum við ruslið og skráðum það niður. Markmið þessa verkefnis var að vekja bæjarbúa okkar annars fallega bæjar til umhugsunar og ýta undir betri umgengni í bænum.

Eins og gefur kannski að skilja þá var mesta ruslið á mánudeginum, fyrsti dagur vikunnar eftir helgi og svo var líka mesta ruslið á svæði 2 og má það rekja til sjoppanna tveggja, Aðal-Brautar og Skeifunnar. Það sem mér persónulega fannst verst í þessari annars léttu könnun var það að á hverjum einasta degi voru komnar yfir tuttugu tegundir af mismunandi rusli á þessari lengstu og umferðarþyngstu götu bæjarins. Hvað segir það okkur?

Jú það segir okkur að við bæjarbúar erum að henda rusli á götur bæjarins á hverjum degi, líklega úr bílum okkar, eða þá á kvöldgöngu okkar um bæinn. Hvernig má laga þetta? Auðveld lausn er að Grindavíkurbær fjölgi ruslatunnum á þessum svæðum en getum við bæjarbúar ekki einnig litið í okkar eigin barm og sett kannski einn lítinn poka í bílinn fyrir rusl til dæmis?


Samantekt yfir helsta rusl á svæðunum þremur


Svæði 1:

4 flöskur
1 pulsubréf
1 sígarettupakki
1 Coke dós

Svæði 2:

1 kassi frá ísbílnum
6 ísskeiðar
14 rör
5 ísbox
7 tappar
3 svalafernur
37 sígarettustubbar

Svæði 3:

2 flöskur
1 vettlingur
1 sokkur
2 ruslapokar
2 svalafernur


Bjarni Þórarinn Hallfreðsson, fréttaritari Vinnuskólans

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!