Mikil framkvćmdagleđi í Grindavíkurbć

  • Fréttir
  • 16. júlí 2014

Sumarið er tíminn fyrir framkvæmdir og sumarið 2014 hefur bersýnilega verið mikill framkvæmdatími hér í bæ, bæði á vegum einkaaðila og á vegum bæjarfélagsins.

Framkvæmdir á vegum bæjarins ganga vel og eru á áætlun. Við íþróttamiðstöðina er stór byggingakrani og mikið líf þar sem smiðir og aðrir iðnaðarmenn vinna hörðum höndum að því að láta verkið ganga, enda töluverð röskun á starfsemi á svæðinu vegna þeirra.

Við skólann er viðbyggingin sem mun hýsa bókasafnið og tónlistarskólann vel á veg kominn, en flutningar þeirra stofnana eru þegar hafnir og stefnt er að því bókasafnið opni í nýjum húsakynnum þann 5. ágúst.

Við Hafnargötuna hefur gamla Lagmetið verið svo gott sem berstrípað en þar mun opna gistiheimili með haustinu. Að sögn kunnugra ganga framkvæmdir þar vel en þó er mikið verk fyrir höndum áður en húsið tekur á sig endanlega mynd.

Þá gleður það eflaust marga Grindvíkinga að sjá að framkvæmdir eru komnar af stað við blokkina við Stamphólsveg og vonandi sjáum við færast líf yfir hana eftir því sem líður að hausti.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!