Línuívilnun: Grindavík fengi mest af öllum útgerđarstöđum

  • Fréttir
  • 24. nóvember 2003

Sett inn ţann 14.10.03
Ef til línuívilnunar kemur hafa bátar í Grindavík mesta möguleika af öllum útgerđarstöđum landsins til ađ nýta sér hana í ţorski. Tćp 7% af úthlutuđum ţorskkvóta á smábáta og krókaaflamarksbáta koma í hlut Grindavíkur. Vestfirđir eru hćsti landshlutinn en Reykjanes ásamt höfuđborgarsvćđinu kemur nćst á eftir. Í umrćđum um línuívilnun hefur hins vegar jafnvel mátt skilja ađ hún yrđi eingöngu bundin viđ Vestfirđi. Ţar er skemmst ađ minnast viđtals viđ formann Útvegsmannafélags Suđurnesja, Ţorsteins Erlingssonar, um framgöngu Vestfirđinga í máli ţessu.

Međ línuívilnun er átt viđ ađ veita dagróđrabátum, sem róa međ línu, ívilnun í kvóta. Ţeir bátar sem helst er rćtt um ađ hafi möguleika á ađ nýta sér ţennan möguleika eru smábátar og svokallađir krókaaflamarksbátar.

Eđli málsins samkvćmt hafa mesta möguleika til ţess ađ nýta sér ívilnun ţessa ţeir bátar sem mesta úthlutun hafa í hverri tegund fyrir sig sem veiđist á línu. Mest hefur í umrćđunni boriđ á hugsanlegum veiđum á ţorski á línu.

Viđ skođun á úthlutuđum aflakvóta í ţorski til ţessara bátaflokka kemur margt athyglisvert í ljós. Bátar í Grindavík, sem er á félagssvćđi Útvegsmannafélags Suđurnesja, geta boriđ mest úr býtum ef til línuívilnunar kemur. Bátar í Grindavík hafa til umráđa tćp 7% af ţorskkvóta í ţessum bátaflokkum. Er ţađ stćrsta úthlutun til einstaks sveitarfélags á landinu. Nćst á eftir kemur Bolungarvík međ 5,3%, síđan Grímsey međ 4,6%, Hornafjörđur međ 4,6% og fimmta sveitarfélagiđ í röđinni er Ólafsvík međ 4,5% aflaheimilda í ţorski á ţessa tegund báta. Af öđrum sveitarfélögum má nefna ađ sjálf höfuđborgin, sem aldrei er nefnd sem smábátaútgerđarstađur, er međ 3,9% kvótans og Hafnarfjörđur ţar rétt ofar međ 4,0% úthlutunar.

Ţegar horft er til landshluta kemur mest í hlut Vestfirđinga eđa 25,7%, Reykjanes ásamt höfuđborgarsvćđinu kemur ţar á eftir međ 21,0%, Vesturland međ 17,6%, Austurland međ 16,7% og Norđurland međ 16,5%. Lestina rekur Suđurland međ 2,5% af heildarúthlutun í ţorski.

Af ţessum tölum má ráđa ađ svokölluđ línuívilnun gćti vegiđ ţungt í flestum landshlutum ef til hennar kemur. Ţađ skal ítrekađ ađ hér er ađeins veriđ ađ fjalla um hlutfall úthlutunar í ţorski til tveggja flokka skipa. Ekki er sjálfgefiđ ađ menn nýti sér ţá möguleika sem í bođi eru. Hins vegar er kvótaeign forsenda ţess ađ ívilnun komi til.

fengiđ af bb.is


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir