Nemendur í vinnuskólanum láta smá rigningu ekki á sig fá

  • Fréttir
  • 8. júlí 2014

Veðurguðirnir hafa verið að stríða okkur afar mikið síðustu daga og höfum við því þurft að sinna örlítið öðruvísi verkefnum heldur en að reyta arfa og gróðursetja blóm. Í staðinn fyrir það höfum við verið t.d. að tína rusl, hjálpa til við að færa bækurnar úr bókasafninu og þrífa áhaldahúsið og þess háttar.

Egill Birgisson, sérstakur flutningamaður Vinnuskólans fór með nokkra vaska drengi og hjálpaði til við að færa bækurnar úr bókasafninu niður á neðstu hæð Verslunarmiðstöðvarinnar. Í dembunni hefur Kristín Karlsdóttir séð um að láta fólk þrífa áhaldahúsið hátt og lágt. En hinsvegar létu nokkrir hópar sig hafa þessa blessuðu rigningu og fóru að tína rusl um allan bæinn. Urðu þau vel blaut við það en voru verðlaunuð með því að fá að fara fyrr heim.


Bjarni Þórarinn Hallfreðsson, fréttaritari Vinnuskólans 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun