Fundur 1355

  • Bćjarráđ
  • 3. júlí 2014

1355. fundur Bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 1. júlí 2014 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson formaður, Kristín María Birgisdóttir varaformaður, Bryndís Gunnlaugsdóttir Holm aðalmaður, Marta Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi og Róbert Ragnarsson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri.

Formaður óskar eftir því að bæta tveimur málum á dagskrá með afbrigðum.

Garðsláttur fyrir eldri borgara og öryrkja.
Göngu- og hjólreiðastígur frá Bláa Lóni að Reykjanesbraut

Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1. 1210020 - Íþróttamannvirki áfangi 2.
Jón Emil Halldórsson, Gunnlaugur Hreinsson, Helgi Þór Guðmundsson, Gunnar Jóhannesson og Hermann Guðmundsson fulltrúar í bygginganefnd íþróttamannvirkja komu til fundarins. Auk þess mættu Þorsteinn Gunnarsson sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs og Sigmar Árnason byggingafulltrúi og verkeftirlitsmennirnir Ari Geir Emilsson og Reynir Kristjánsson.

Farið var yfir stöðu framkvæmdanna með tilliti til þeirrar stefnu sem fram kemur í samsstarfssamningi D- og G- lista um að reistur verði nýr íþróttasalur í stað þess að stækka núverandi íþróttahús.

2. 1211050 - Nýtt húsnæði fyrir bókasafn og tónlistarskóla
Bæjarstjóri fór yfir kostnað við framkvæmdina og áætlaða útkomu kostnaðar við verkefnið í heild sinni.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að leita leiða til að lækka kostnað við verkefnið.

3. 1204016 - Vinnurammi kennara. Aðalmál
Kristín María Birgisdóttir lýsir sig vanhæfa til vinnslu málsins og víkur af fundinum.
Bæjarstjóri fór yfir stöðu málsins og tillögu að lausn þess sem unnin hefur verin í samstarfi við KÍ.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að kynna lausnina fyrir trúnaðarmönnum kennara.

4. 1406084 - Beiðni um bætta skráningu Norðurljósavegar, viðhald aðkomu og afslátt af fasteignaskatti
Erindi frá Northern Light Inn á Íslandi ehf. lagt fram. Auk þess lagt fram minnisblað bæjarstjóra.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.

5. 1406080 - Beiðni um umsögn um umsókn Veitingastofunnar Varar um endurnýjun á rekstrarleyfi veitingastaðar í flokki III að Hafnargötu 9.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

6. 1406072 - Ósk um að skipta á lóð á iðnaðarsvæði i5 og lóðinni Vörðusund 4
Þurrkaðar fiskafurðir ehf. óskar eftir því a skipta á lóð á iðnaðarsvæði i5 og lóðinni Vörðusund 4.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

7. 1406039 - Útsending bæjarstjórnarfunda
Framhald frá síðasta fundi.

Tillaga fulltrúa B- og S-lista frá bæjarstjórnarfundi 19. júní um að sýnt verði beint frá bæjarstjórnarfundum í gegnum internetið frá og með 1. janúar 2015 er lögð fram að nýju. Áætlaður upphafskostnaður er um 500.000 kr. og skal gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun ársins 2015. Með því að gera bæjarstjórnarfundi aðgengilega á netinu er verið að auka upplýsingaflæði til íbúa og gagnsæi í stjórnsýslu Grindavíkur.

Formaður leggur fram breytingatillögu um að gildistaka verði haustið 2015 í stað janúar 2015.

Tillögu B- og S-lista er hafnað með tveimur atkvæðum gegn einu.

Breytingatillaga formanns bæjarráðs er samþykkt samhljóða.

8. 1406075 - Viðaukar við fjárhagsáætlanir.
Bréf innanríkisráðuneytisins með leiðbeiningum um framkvæmd viðauka við fjárhagsáætlanir lagt fram.

Bæjarráð felur sviðsstjóra fjármála-og stjórnsýslusviðs að taka mið af leiðbeiningunum við afgreiðslu viðauka framvegis.

9. 1406071 - Endurnýjun samnings við Skólamat ehf.
Bæjarstjóri leggur til að samningur við Skólamat ehf. um sölu matar í Grunnskóla Grindavíkur verði framlengdur um eitt ár.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur bæjarstjóra að leggja undirritaðan samning fyrir bæjarráð til staðfestingar.

10. 1406033 - Fisktækniskóli Íslands óskar eftir stuðningi til áframhaldandi uppbyggingar
Bæjarstjóri gerir grein fyrir fundi með skólastjóra Fisktækniskóla Íslands.

Bæjarráð leggur til að nefnd skipuð einum fulltrúa Grindavíkurbæjar, einum fulltrúa Fisktækniskólans og einum fulltrúa Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fái það verkefni að leggja fram tillögur til sveitarfélaganna og menntamálaráðuneytisins um húsnæðismál skólans.

11. 1104012 - Trúnaðarlæknisþjónusta
Undirritaður samningur lagður fram til staðfestingar.

Bæjarráð staðfestir samninginn.

12. 1306027 - Garðsláttur fyrir eldri borgara og öryrkja
Formaður leggur til að gjaldskrá fyrir garðslátt fyrir eldri borgara og öryrkja verði breytt þannig að gjaldið lækki úr 2.000-3.000 kr. og verði 1.000 kr. á hvern garð, burtséð frá stærð.
Tekjulágir elli-og örorkulífeyrisþegar sem fá 100% afslátt af fasteignagjöldum fá áfram 100% afslátt af gjaldi við garðslátt.

Samþykkt samhljóða.

13. 1311017 - Göngu- og hjólreiðastígur frá Bláa Lóni að Reykjanesbraut
Útboðsgögn fyrir göngu- og hjólreiðastíg frá Bláa lóninu að Gíghæð við Gindavíkurveg lögð fram. Útboðsgögn eru unnin af Tækniþjónustu SÁ dagsett júní 2014. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs verið falið að bjóða út verkið.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulags- og umhverfisnefndar og felur sviðsstjóra að bjóða verkið út.

14. 1406081 - Fundargerð 449. fundar stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja
Fundargerðin er lögð fram.

15. 1406085 - 91.fundur Þjónustuhóps aldraðra á Suðurnesjum
Fundargerðin er lögð fram.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:55.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135