Lýsing fyrir gerð Deiliskipulags miðbæjar - Ránargata og Hafnargata í Grindavík

  • Fréttir
  • 25. júní 2014

Bæjarstjórn Grindavíkur hefur samþykkt lýsingu fyrir gerð deiliskipulags miðbæjar - Ránargata og Hafnargata skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Helstu viðfangsefni og áherslur:  
Deiliskipulag miðbæjar- hafnarsvæðis í Grindavík, afmarkast af Mánagötu til norðurs og Austurvegi og Hópsvegi til austurs. Skipulagið nær yfir Verbraut 3 til vesturs og til suðurs er Grindavíkurhöfn.

Stærð skipulagssvæðisins er um 33 ha. Svæðið er mikið til þegar byggt og því raskað land. Fjölbreytt starfsemi er á svæðinu þó aðallega tengd sjávarútvegi sem er aðal atvinnugrein bæjarbúa.

Megináhersla deiliskipulagsins er að setja ramma um hafnarstarfsemi á svæðinu, vöxt hennar og viðhald. Auk þess að tryggja sjávarútvegi öruggt athafnasvæði til framtíðar er jafnframt hugað að því að tengja svæðið betur við ferðaþjónustu. Tjaldsvæðið er í jaðri svæðisins og Kvikan, auðlinda- og menningarhús er innan þess. Mikilvægt er að setja umgjörð um aðgengi að svæðum og umferð sem minnkar líkur á árekstrum á milli hafnarstarfsemi og ferðaþjónustu. Lögð er áhersla á að tengja hafnarsvæðið við miðsvæði Grindavíkur þar sem að þessi tvö svæði eru kjarnasvæði atvinnu og þjónustu í bænum og því töluverð umferð á milli þeirra. Áhersla verður lögð á að tryggja betra flæði umferðar bæði innan svæðisins og til og frá því. Mögulega verður umferð takmörkuð inn á ákveðin athafnasvæði til að tryggja öryggi og verður gerð grein fyrir slíkum takmörkunum í deiliskipulaginu. Sérstaklega verður horft til þess að bæta aðgengi og tryggja öryggi fyrir gangandi og hjólandi umferð án þess að skerða athafnarými fyrirtækja ásvæðinu.

Tillagan er aðgengileg hér að neðan og á upplýsingatöflu á bæjarskrifstofu Grindavíkur á skrifstofutíma
Ábendingar varðandi tillögugerðina skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa fyrir 20. júlí 2014 á tölvupóstfangið armann@grindavik.is eða með bréfpóst á Grindavíkurbær, Víkurbraut 62, 240 Grindavík merkt: Deiliskipulags miðbæjar - Ránargata og Hafnargata í Grindavík

Tillagan (PDF - 34 MB)


Deildu þessari frétt

AÐRAR TILKYNNINGAR

Fréttir / 29. september 2023

Útboð vegna verkfræðihönnunar sundlaugar

Fréttir / 2. ágúst 2023

Starfsfólk óskast í heimaþjónustu

Fréttir / 15. júní 2023

Umferðaröryggistefna í kynningu

Skipulagssvið / 24. nóvember 2022

Deiliskipulag við Þorbjörn - auglýsing

Skipulagssvið / 31. maí 2022

Nýjar reglur um lóðarúthlutanir

Skipulagssvið / 13. maí 2022

Deiliskipulag fyrir Laut – auglýsing

Skipulagssvið / 2. mars 2022

Skyndilokun á köldu vatni

Fréttir / 16. febrúar 2022

Útboð: Útdraganlegir áhorfendabekkir

Fréttir / 2. desember 2021

Auglýsing um aðalskipulagsbreytingar

Höfnin / 8. nóvember 2021

Beðið eftir varahlutum