Rekstur líkamsrćktar í sundmiđstöđ Grindavíkur

 • Fréttir
 • 20. júní 2014

Grindavíkurbær óskar eftir samstarfi við áhugasama aðila um rekstur líkamsræktar í Sundmiðstöð Grindavíkur frá 1. desember 2014. Líkamsræktaraðstaðan verður í um 400 m2 rými þar sem núverandi búningsklefar og líkamsrækt eru í sundmiðstöðinni. Áætlað er að aðstaðan verði laus til framkvæmda 1. desember 2014. Miðað er við að líkamsræktarstöðin opni í janúar 2015.

Í íþróttamiðstöðina koma á ári hverju 60 til 70 þúsund gestir og þar af eru um 25 þúsund sundlaugargestir á almenningstímum. Unnið er að byggingu nýrrar aðstöðu við íþrótta- og sundmiðstöð Grindavíkur og er ný og stærri líkamsræktarstöð hluti af því. Í Grindavík er öflugt og fjölbreytt íþróttastarf og íbúar um 2900.

Skriflegum tilboðum skal skilað inn á bæjarskrifstofu Grindavíkurbæjar , eða á netfangið grindavik@grindavik.is merkt Líkamsrækt fyrir 27. júní næstkomandi .

Tilboðsgjafar eru hvattir til að kynna sér aðstöðuna áður. Þeir sem vilja kynna sér starfsemi íþróttamiðstöðvar Grindavíkur og skoða verðandi húsnæði líkamsræktarstöðvar eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs, í síma 6969234 eða á netfangið thorsteinng@grindavik.is

Nánari lýsing
Meðal markmiða Sundmiðstöðvar Grindavíkur er að efla almenningsíþróttir og fjölga sundlaugargestum. Í ljósi þess er skilyrt að tilboðsgjafi greiði aðgang í sundlaug fyrir viðskiptavini sína. Sett verður upp sérstök gjaldskrá vegna magnkaupa á árskortum í sundlaug. Sundmiðstöðin leggur til þjónustu í afgreiðslu og ræstingu.

Í tilboði skal koma fram áætlað verð á líkamsræktarkortum til notenda og tilboð til Sundmiðstöðvar Grindavíkur um leigu fyrir aðstöðuna. Jafnframt skal koma fram lýsing á þeirri þjónustu sem boðið verður upp á, svo sem í tækjasal og opnum leikfimitímum. Gerð er krafa um að í húsnæðinu verði aðstaða fyrir sjúkraþjálfun, sem leigutaki framleigir.

Tilboðsgjafi skal leggja til allan tækjabúnað líkamsræktarsalarins. Aðeins tæki og búnaður frá viðurkenndum framleiðendum líkamsræktartækja koma til greina. Við mat á tilboðum verður meðal annars litið til lýsingar rekstraraðila á fjölda tækja, gerð þeirra og gæða.

Tilboðsgjafi skal greiða allan kostnað vegna markaðsmála líkamsræktarinnar svo sem auglýsingar, kostunarsamninga og fleira.

Tilboðsgjafi skal tryggja að allir sem kaupa kort í líkamsrækt fái vandaða leiðsögn og undirbúning um notkun tækja og þjálfun áður en þjálfun hefst og bjóða upp á reglulega aðstoð fyrir viðskiptavini. Í tilboði skal koma fram lágmarksviðvera starfsmanna á viku.

Sundmiðstöð Grindavíkur leggur til húsnæði undir starfsemina í núverandi mynd. Breytingar á húsnæðinu eru á kostnað leigutaka. Gert er ráð fyrir leigusamningi til 5 ára.

Við mat á tilboðum verður horft til verðs á líkamsræktarkortum til notenda, endurgjalds fyrir aðstöðuna og fyrirkomulag þjónustu.

Deildu ţessari frétt

AĐRAR TILKYNNINGAR

Fréttir / 28. nóvember 2018

Atvinna - Stađa verkamanns laus til umsóknar

Fréttir / 14. nóvember 2018

Íbúđ í Víđihlíđ er laus til umsóknar

Fréttir / 1. nóvember 2018

Atvinna - Upplýsinga og markađsfulltrúi

Fréttir / 11. október 2018

Atvinna - Byggingarfulltrúi

Fréttir / 7. september 2018

Atvinna - Skólasel

Fréttir / 23. ágúst 2018

Atvinna - Íţróttamiđstöđ Grindavíkur

Fréttir / 21. ágúst 2018

Atvinna - Skólasel

Fréttir / 11. ágúst 2018

Atvinna - Stuđningsfulltrúi

Fréttir / 11. ágúst 2018

Atvinna - Iđjuţjálfi í dagdvöl aldrađra

Fréttir / 11. ágúst 2018

Atvinna - Matráđur í Miđgarđi

Fréttir / 9. ágúst 2018

Atvinna - Starfsfólk í Heimaţjónustu

Fréttir / 19. júlí 2018

Atvinna - Félagsmiđstöđin Ţruman

Fréttir / 2. júlí 2018

Atvinna - Bćjarstjóri Grindavíkurbćjar

Fréttir / 13. júní 2018

Atvinna - Matráđur á leikskólanum Laut

Fréttir / 28. maí 2018

Atvinna - Bókasafn Grindavíkur

Fréttir / 23. maí 2018

Atvinna - Rafgítarkennari

Fréttir / 18. maí 2018

Atvinna - Liđveitendur óskast 

Nýjustu fréttir 10

Auglýst eftir dagforeldri

 • Fréttir
 • 11. desember 2018

Nemendur tónlistarskólans komu fram viđ tendrun jólatrés

 • Tónlistaskólafréttir
 • 10. desember 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

 • Fréttir
 • 7. desember 2018

Snjókarlagerđ í núvitund

 • Grunnskólafréttir
 • 7. desember 2018

Jólatónleikar Tónlistarskólans

 • Tónlistaskólafréttir
 • 7. desember 2018

8. bekkur las fyrir 2. bekk

 • Grunnskólafréttir
 • 6. desember 2018

Vilhjálmur Árnason rćddi orkumál viđ nemendur

 • Grunnskólafréttir
 • 6. desember 2018