Vel heppnađ Snillinganámskeiđ

  • Fréttir
  • 20. júní 2014

Nú er lokið fyrsta Snillinganámskeiði sem skólaskrifstofa Grindavíkur stóð fyrir. Þetta eru námskeið fyrir 8-10 ára börn með ADHD. Snillingarnir voru sex á námskeiðinu og hittust tvisvar í viku, tvær klukkustundir í senn í fimm vikur með tveimur þjálfurum.

Unnið var í litlum hópum að því að styrkja félagsleg samskipti og æfa hvað er viðeigandi í samskiptum. Þau lærðu um tilfinningar, aðferðir í skapstillingu og um áhrif aðstæðna á tilfinningar og líðan. Snillingarnir lærðu aðferðir til að hamla hvatvísi, ná stjórn á eigin hegðun og að kynntust aðferðum við að leysa vandamál á skynsaman hátt. Í hverjum tíma voru um það bil 20 mínútur notaðar í að þjálfa athygli, vinnsluminni og vinnsluhraða með tölvuforriti og í lok hvers tíma gat barnið notað spilapeninga sem það vann sér inn fyrir verkefni og fyrir að fara eftir reglum í hegðun, til að kaupa sér sitthvað í Snillingabúðinni.

Í lok námskeiðs náði hópurinn settu marki sem var 400 stig í heildina og þá var pizzapartý og fengu að sjálfsögðu allir viðurkenningaskjöl. Þetta var líflegur og skemmtilegur hópur sem hittist seinni partinn á skólaskrifstofunni og hleypti miklu lífi í hæðina.

Með því að smella hér má lesa sér nánar til um námskeiðið og hér má lesa um rannsóknir á áhrifum þess.

Þær Ingibjörg María Guðmundsdóttir, sálfræðingur, og Ragnhildur Birna Hauksdóttir, leikskólaráðgjafi og fjölskyldumeðferðarfræðingur, héldu utan um námskeiðið.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir