Laus störf viđ leikskólann Laut

  • Fréttir
  • 15. júní 2014

Frá og með 13. ágúst næstkomandi verða tvær lausar stöður við leikskólann Laut. Annars vegar vantar deildarstjóra til starfa og hins vegar leikskólakennara. Sjá nánari upplýsingar hér að neðan.

Deildarstjóra vantar til starfa í leikskólanum Laut í Grindavík. Um 100% starf er að ræða. Vinnutími frá kl. 08:00-16:00 . Laun eru samkvæmt kjarasamningum leikskólakennara. Viðkomandi þarf að geta hafið starf 13.ágúst n.k.

Leikskólakennara vantar til starfa í leikskólanum Laut í Grindavík. Um 100% starf er að ræða. Vinnutími frá kl. 08:00-16:00. Laun eru samkvæmt kjarasamningum leikskólakennara. Viðkomandi þarf að geta hafið starf 13.ágúst n.k.

Leikskólinn er fjögurra deilda leikskóli fyrir börn frá 18 mánaða - 6 ára. Við erum ,,Skóli á grænni grein" og vinnum eftir Uppbyggingarstefnunni - Uppeldi til ábyrgðar.
Gleði , hlýja og virðing eru einkunnarorð skólans.
Nánari upplýsingar um leikskólann er að finna á heimasíðu hans .

Hæfniskröfur:
Leyfisbréf til að nota starfsheitið leikskólakennari.
Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg.
Færni í samskiptum.
Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.

Vakin er athygli á því að ef ekki fæst leikskólakennari kemur til greina að ráða annað háskólamenntað fólk eða leiðbeinendur. Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um.

Umsóknir berist til leikskólastjóra í síma 426-8396, 893-4116 og 6607317 eða á netfangið gleik@grindavik.is

Endurnýja þarf eldri umsóknir.

Umsóknarfrestur er til 1.júlí 2014

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál