Forvarnir og frćđsla um eldvarnir

  • Fréttir
  • 12. júní 2014

Slökkvilið í Grindavík hefur verið starfandi í nokkra áratugi. Núverandi slökkviliðsstjóri er Ásmundur Jónsson en hann hefur gegnt því starfi í um 20 ár. Hópur nemenda í 6. og 10. bekk heimsótti slökkvistöðina í maí og fékk þar að prófa ýmsan slökkvibúnað.  Að sögn Ásmundar slökkviliðsstjóra var gaman að taka á móti krökkunum og voru þau sérstaklega áhugasöm að prófa sig áfram.  Eins og sjá má á myndum fékk unga fólkið m.a. að reykkafa, slökkva elda, sprauta og fleira.

Segja má að heimsóknin hafi verið blanda af forvörnum í formi fræðslu og því að fá að spreyta sig á að nota þann búnað sem treysta þarf á ef eldur kviknar. Heimsókn sem þessi eykur jafnframt á víðsýni og gerir nemendum betur ljóst hversu miklu máli skiptir að hægt sé að bregðast rétt við á ögurstundu, ekki spillir fyrir að það er fjör að sprauta!

Á heimasíðu bæjarins segir:
Slökkvilið Grindavíkurbæjar sinnir slökkvistörfum í Grindavík samkvæmt lögum um brunavarnir nr. 75/2000 23. maí. Einnig sinnir það aðstoð við önnur slökkvilið í landinu þegar eftir því er leitað, ásamt því að sinna eldum í skipum við land og á hafi úti þegar svo ber við. Slökkvistörfin eru margvísleg og geta verið allt frá litlum bruna í ruslatunnu, yfir í stórbruna sem krefst þátttöku allra stöðva SHS og jafnvel auka mannskaps sem kallaður er út af frívakt.
Slökkvistarf er mjög krefjandi starf bæði andlega og líkamlega, þess vegna eru gerðar miklar kröfur um styrk, andlegt jafnvægi og þekkingu til slökkviliðsmanna.
Verkefnin eru misjöfn, bæði lítil og stór en ávalt ýtrasta öryggis gætt sama hvernig vettvangurinn er því eldur er alltaf varasamur hver sem stærð hans er.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir