Frá skólaslitum í 4.-6. bekk

  • Fréttir
  • 6. júní 2014

Húsfyllir var á skólaslitum 4.-6. bekkjar. Petrína Baldursdóttir deildarstjóri 4.-10. bekkjar fór yfir veturinn og þakkaði nemendum fyrir samvinnuna. Olivia Ruth Mazowiecka nemi í tónlistarskólanum lék á fiðlu og Guðbjörg Sveinsdóttir aðstoðarskólastjóri veitti viðurkenningar. Hún talaði um að besta viðurkenningin væri þó sú tilfinning að finnast að maður hafi staðið sig vel og gert sitt besta.

Viðurkenningu fyrir góðan námsárangur á miðstigi fékk Telma Rún Ingvadóttir í 6.V og Ástþór Ingi Gestsson í 5.S. 
Viðurkenningu fyrir miklar framfarir í námi og félagsfærni fékk Jetmir Kastrati í 5.S og viðurkenningu fyrir góðan árangur í náttúrufræði fékk Aleksander Jan Strzalka í 5.K.Margra ára hefð er fyrir því að Lionsklúbbur Grindavíkur veiti viðurkenningu fyrir góðan árangur í tæknimennt. Að þessu sinni komu þau verðlaun í hlut Eyþórs Loga Þormarssonar í 6. V en Einar Bjarnason lionsfélagi afhenti gjöfina. Sólveig Ólafsdóttir frá Kvenfélagi Grindavíkur afhenti einnig viðurkenningarvott til nemenda sem sýndu framúrskarandi árangur í textílmennt en það voru þær Inga Rún Svansdóttir í 6.P og Sigrún Björk Sigurðardóttir í 6.P. Kvenfélagið hefur eins og Lionsmenn til margra ára veitt þessar viðurkenningar.  Í lokin mælti Halldóra Magnúsdóttir skólstjóri nokkur orð og sendi nemendur með bestu kveðjur út í sumarið.

Efsta mynd: Olivia Ruth Mazowiecka nemi í tónlistarskólanum lék á fiðlu.

Petrína Baldursdóttir deildarstjóri 4.-10. bekkjar.

Guðbjörg Sveinsdóttir aðstoðarskólastjóri ásamt Ástþóri Inga Gestssyni og Guðfinnu Einarsdóttur en hún tók við viðurkenningu fyrir hönd dóttur sinnar Telmu Rúnar Ingvadóttur.

Viðurkenningu fyrir miklar framfarir í námi og félagsfærni fékk Jetmir Kastrati í 5.S. Guðbjörg Sveinsdóttir aðstoðarskólastjóri veitti honum viðurkenninguna.

Guðbjörg og Aleksander Jan Strzalka í 5.K sem fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í náttúrufræði. 

Einar Bjarnason frá Lionsklúbbi Grindavíkur og Eyþór Logi Þormarsson sem fékk viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í tæknimennt.

Sólveig Ólafsdóttir frá Kvenfélagi Grindavíkur og nemendurnir Inga Rún Svansdóttir og Sigrún Björk Sigurðardóttir sem fengu viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í textílmennt.

Halldóra Magnúsdóttir skólastjóri.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!