Lionsklúbbur Grindavíkur gróđursetti tré

  • Fréttir
  • 5. júní 2014

Lionsklúbbur Grindavíkur hefur tekið reit í fóstur rétt vestan við Grindavík og gróðursett þar tré undanfarin ár. Félagið fékk nýlega 200.000 króna styrk fyrir verkefnið frá Pokasjóði og í gær var komið að því að planta trjám.

Margar hendur vinna létt verk og nokkrir Lions menn ásamt mökum og afkomendum voru ekki lengi að koma þessum trjám vandlega fyrir í jörðu.

Skorar Lionsklúbbur Grindavíkur á önnur félög í Grindavík að fylgja þeirra fordæmi og taka sambærilega reiti í kringum bæinn í fóstur.

Margar hendur vinna létt verk

Hvað ungur nemur, gamall temur

Tré sem sett voru niður fyrir nokkrum árum hafa tekið vel við sér, en skógrækt er víst langhlaup, ekki sprettur

Vanir menn, vönduð vinnubrögð

Menn keyrðu mold og skít yfir holt og hæðir

Einar Bjarnason reynir að ná sambandi við Ólaf Sigurðsson, stórbónda. Þá þýðir ekkert annað en að hrópa hátt


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir