Sumarlesturinn á bókasafninu

  • Bókasafnsfréttir
  • 5. júní 2014

Sumarlesturinn er hafinn á bókasafninu, allir krakkar, 6-12 ára geta verið með. Þemað er kúluís og táknar hver "ískúla" eina lesna bók - um að gera að hafa margar ískúlur í brauðforminu í lokin!
Nú er um að gera að skrá sig og taka eins margar bækur að láni og hver vill - því ekki þarf að skila fyrr en í ágúst!
Krakkarnir þurfa að ná í bækurnar ekki síðar en 20.júní, því safnið lokar til 5.ágúst, en þá opnum við í nýbyggingu við grunnskólann við Ásabraut.
Nöfn þátttakenda fara svo í pott og á uppskeruhátíðinni í september fá þrír heppnir lestrarhestar vinning!

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir