Það var ýmislegt um að vera á Sjóaranum síkáta bæðí laugardag og sunnudag. Veðrið setti óneitanlega strik í reikninginn og var nokkuð færra fólk en venjulega. En engu að síður var ágætlega mætt á hátíðarhöldin á bryggjusvæðinu. Dagskráin var sérstaklega glæsileg fyrir yngri kynslóðina eins og sjá má á myndasyrpunni sem hér fylgir.
Að venju var 6. flokksmót á knattspyrnuvellinum þar sem mættu um 200 keppendur frá fjórum liðum.
Sigurvegarinn í Ísland got talent dansaði fyrir gesti og kenndi þeim nokkur spor í leiðinni.
Skoppa og Skrítla klikka aldrei á því að mæta á Sjóarann síkáta.
Einar Mikael töframaður mætti bæði laugardag og sunnudag!
Solla stirða og Íþróttaálfurinn mættu í feikna formi!
Brúðubíllinn er fastur liðum á Sjóaranum síkáta.
Taekwondódeild UMFG lék listir sínar.
Að vanda var dorgveiðikeppni á Sjóaranum síkáta. Aflabrögð voru með miklum ágætum!
Handverksmarkaðurinn var á sínum stað.
Aldrei hafa verið fleiri leiktæki á Sjóaranum síkáta en í ár.
Villi og Sveppi fóru á kostum.
Fallturninn er vinsæll.
Þessir klessubílar vöktu lukku hjá yngstu kynslóðinni.
Dansatriði frá Danskompaníinu í Reykjanesbæ.
Löng röð var í vatnaboltana.
Jóhann Helgason og Magnús Þór Sigmundsson slógu botninni í Sjóarann síkáta með skemmtilegum tónleikum á Salthúsinu.