Blue Lagoon Challenge 2014 - fjallahjólakeppni

  • Fréttir
  • 3. júní 2014

Blue Lagoon Challenge fjallahjólakeppnin verður haldin í átjánda sinn þann 7. júní 2014. Ræst í Hafnarfirði kl.16:00. Hjólað verður frá Ásvallalaug í Hafnarfirði og að Bláa Lóninu. Leiðin er 60 km í heild og ert er ráð fyrir að keppendur fari um Grindavík á bilinu 16:45-18:15 og eru ökumenn og aðrir vegfarendur beðnir um að sýna sérstaklega mikla aðgát og tillitsemi á meðan þessu stendur.

 

Keppnin nýtur mikilla vinsælda og stefnir í metþátttöku í ár. Búast má við að um 600 keppendur renni í gegnum Grindavík þennan dag. Keppninni lýkur svo í Bláa Lóninu þar sem verðlaunaafhending fer fram. Þátttakendum er boðið í Bláa Lónið að keppni lokinni.

Á kortinu hér fyrir neðan má sjá leiðina sem hjóluð verður í gegnum bæinn og hvar sérstök vöktun verður á umferð. Heimasíðu keppninnar má finna hér: http://www.bluelagoonchallenge.com/index.html


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!