Trúđar og spuni - Skráningu lýkur á morgun

  • Fréttir
  • 3. júní 2014

Boðið verður upp á frábært námskeið fyrir skap-andi og skemmtilega krakka á aldrinum 9 til 12 ára 10.-20. júní! Farið verður í gegnum leiki og spuna og skapa krakkarnir ný leikrit og æfa trúðinn í sjálf-um sér. Markmiðið er að efla ímyndunaraflið, virkja sköpunarkraftinn og umfram allt hafa gaman. Í lok námskeiðsins bjóða leikararnir svo fjölskyldu og vinum á leiksýningu til að sýna afraksturinn. Hámarksfjöldi nemenda: 15. 

Námskeiðið verður í Þrumunni milli kl. 9:30 og 12:30 dagana 10. - 20. júní (alls 8 dagar).
Skráning fer fram á bæjarskrifstofunum, sími 420 1100, eða á netfanginu grindavik@grindavik.is, fyrir 5. júní nk. Verð fyrir námskeiðið er 6.000 kr.

Sólveig Guðmundsdóttir leikkona mun kenna en hún hefur áralanga reynslu af að vinna með
börnum, m.a. í Leynileikhúsinu í Reykjavík og Listaskóla barna í Keflavík. Sólveig er hluti af leikhópnum GRAL - Grindvíska Atvinnuleikhúsinu og lék Jórunni og þjófinn Má í Horn á höfði. Það var nú ekki prumpufýluleiðinlegt!


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir