Vorgleđin í máli og myndum

  • Fréttir
  • 2. júní 2014

Vorgleði var haldin með pompi og pragt í skólanum á föstudaginn, í upphafi Sjóarans síkáta. Að þessu sinni sameinuðust allir frá 1.-10. bekk, í Hópsskóla en það er í fyrsta skipti sem það er gert. Alls konar skemmtilegheit voru í boði eins og sjá má á myndunum og margir gestir lögðu leið sína í skólann.

Tíundi bekkur fór á stjá í bænum og söng sjómannasöngva. Foreldrafélagið bauð upp á drykki og meðlæti. Eldri krakkarnir sameinuðust í að horfa á stuttmyndir sem þeir hafa unnið í ensku hjá Páli Erlingssyni og margir virtust njóta þess í botn að dansa, láta mála sig, leika úti, föndra, búa til vinabönd, gera tilraunir og fleira og fleira.  Lögreglan mætti einnig á svæðið og skoðaði hjól fyrir þá sem það vildu.

 

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir