Sjóarinn síkáti - dagskrá laugardags
Sjóarinn síkáti - dagskrá laugardags

Það verður ýmislegt um að vera í dag, laugardag, á Sjóaranum síkáta í Grindavík, frá morgni til kvölds. Á meðal skemmtikrafta á sviðinu við Kvikuna eru m.a. Pollapönk, Einar Mikael töframaður, sigurvegari Ísland got talent og ýmsir fleiri. Dagskráin er eftirfarandi:

Laugardagur 31. júní:
Söguratleikur Grindavíkur 2014. Í tilefni af 40 ára kaupstaðarafmæli Grindavíkur er þema ratleiksins

Fjórhjólaævintýri Grindavík: Ferðir alla helgina, pantanir í síma 857-3001 og upplýsingar á www.fjör.is

Kl. 08:00 Sjóarinn Síkáti Open, hið vinsæla golfmót Golfklúbbs Grindavíkur. Leikið er með punktafyrirkomulagi og veglegir vinningar eru í boði, ræst verður út frá kl.07:00. Eins og undanfarin ár verður engu til sparað til að gera mótið sem veglegast. Uppistaða vinninga eru fiskafurðir. Nú er um að gera að missa ekki af þessu einstaka tækifæri og spila golfmót á Húsatóftavelli, því Grindvíkingar eru sannarlega höfðingjar heim að sækja. Sjáumst hress og kát á glæsilegum 19 holu golfvelli. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin með forgjöf og efsta sætið án forgjafar. Einnig verða námundarverðlaun á öllum par 3 holunum. Í tilefni þess að Grindavíkurbær er 40 ára verða veitt verðlaun fyrir 40. sæti. Hámarksforgjöf karla er 24 og kvenna er 28. Skráning fer fram á www.golf.is Þátttökugjald er 3.500 kr.
Kl. 10:00 Knattspyrnumót á æfingasvæði Grindavíkur í 6. flokki drengja. Keppt er í A, B, C og D liðum og er von á 200 þátttakendum, fyrir utan foreldra og forráðamenn.

Kl. 10:00 - 17:00 Kvikan, auðlinda- og menningarhús - Hafnargötgu 12A. Opið á Saltfisksýninguna, jarðorkusýninguna og Guðbergsstofu.

Kl. 10:00 - 17:00 Opnunartími Sundlaugar Grindavíkur

Kl. 10:00 - 18:00 Risastórt fiskabúr með bleikju frá Íslandsbleikju í Grindavík til sýnis við Kvikuna.

Kl. 10:00 - 14:00 Veitingahúsið Brúin: Brunch.

Kl. 13:00 - 18:00 Leiktæki frá Hopp og skopp og Sprell verða á hafnarsvæðinu. Aldrei áður hafa fleiri leiktæki verið á svæðinu fyrir krakka á öllum aldri.

Kl. 13:00 - 16:00 Verslunin Palóma, opið frá 13:00-16:00.

Kl. 13:00 - 16:00 Víking Sjávarfang með kynningu á sinni vöru að Ránargötu 3 Grindavík. Allir velkomnir í smakk.

Kl. 13:00 - 17:00 Slysavarnardeildin Þórkatla verður með candy-floss og annað góðgæti til sölu á hafnarsvæðinu og í Kvikunni.

Kl. 13:00 - 17:00 Handverksfélagið Greip með opið hús í aðstöðu félagsins að Skólabraut 8. Fjöldi glæsilegra muna til sýnis.

Kl. 13:00 - 17:00 Handverksmarkaður. Staðsettur við Kvikuna.

Kl. 13:00 - 17:00 Kvikan: Codland með opið hús á skrifstofu félagsins á annarri hæð Kvikunnar. Codland er fullvinnslu fyrirtæki með höfuðstöðvar í Grindavík sem hefur það að markmiði að vinna meiri verðmæti úr fiski. Codland er í eigu Vísis og Þorbjarnar.

Kl. 13:00 - 22:00 „Paintball" og „Lazertag" á Landsbankatúninu. Aðgangseyrir.

Kl. 13:00 - 18:00 Vatnaboltar - við Fiskmarkað Suðurnesja. Aðgangseyrir.

Kl. 13:00 Skemmtisigling fyrir alla fjölskylduna. Farið um borð frá Ísfélagi Grindavíkur við Miðgarð. Vinsamlegast mætið eigi síðar en 15 mínútum fyrir brottför.

Kl. 14:00 - 17:00 Félag slökkviliðsmanna í Grindavík verður með opið hús í slökkviliðsstöðinni. Kl. 15:00 og 16:00 verður sýnd notkun á handslökkvitækjum.

Kl. 13:00 - 17:00 Skemmtidagskrá á sviði
o Sterkasti maður á Íslandi - Bryggjupollaburður (13:00)
o Evróvisionbandið Pollapönk skemmtir (13:30)
o Brynjar Dagur Albertsson, sigurvegari Ísland got talent (14:10). Hann tekur danssporið og kennir nokkur dansspor í leiðinni.
o Sterkasti maður á Íslandi - Réttstöðulyfta (14:30)
o Einar Mikael töframaður (15:00)
o Verðlaunaafhendingar: Best skreytta húsið, best skreytta gatan, frumlegasta skreytingin, best skreytta fyrirtækið og best skreytta hverfið (15:20).
o Iðkendur í taekwondódeild UMFG leika listir sínar (15:25).
o Nemendur frá Danskompaníinu Reykjanesbæ sýna. (15:35)
o Söngatriði frá frá Þrumunni. Elín Björg, Karlotta Sif, Stepahnie Júlía og Heiðrún Fjóla syngja tvö lög. Þær stöllur tóku þátt í söngkeppni SAMFÉS. (15:45)
o Nemendur úr Grunnskóla Grindavíkur syngja lög tvö úr árshátíðarleikritinu Hairspray (15:50).
o Sterkasti maður á Íslandi - Drumbalyfta (16:00)
o Reipitog: Rauða hverfið vs. Bláa hverfið
o Reipitog: Græna hverfið vs. Appelsínugula hverfið.
o Sterkasti maður á Íslandi - Trukkadráttur (16:30)
Seinni hluti keppninnar Sterkasti maður á Íslandi fer fram á sunnudegi.

Kl. 14:00 Hópkeyrsla bifhjóla frá Bláa Lóninu, ekið inn í bæinn niður Víkurbraut, Ægisgötu og inn Seljabót í gegnum hátíðarsvæðið og upp Ránargötu og stöðvað fyrir utan N1. Hjólum raðað upp og verða þau til sýnis. Grindjánar bifhjólaklúbbur ásamt öðrum klúbbum.

Kl. 15:00 - Brúðubíllinn skemmtir yngstu kynslóðinni á Hafnargötunni.

Kl. 15:00 - 17:00 Bacalao-mótið í knattspyrnu. Knattspyrnumót fyrir 30 ára og eldri, fyrrum knattspyrnuhetjur Grindvíkinga nær og fjær. Saltfiskveisla um kvöldið.

Kl. 14:30 - Kappróður í höfninni. Land- og sjósveitir karla og kvenna. Lið frá hverju hverfi taka þátt.

Kl. 15:00 Víðihlíð/Miðgarður: Grindvíska bandið úr Ásgarði, The Backstabbing Beatles skemmtir.

Kl. 15:30 (eða strax á eftir kappróðri) Sjópulsan á ferð um höfnina. Tvenns konar ferðir; Ferð ofurhugans 13 ára og eldri - Ferð með yngri um höfnina. (Er háð veðri.)

Kl. 16:00 - 17:00 Grindjánar bifhjólaklúbbur við Fiskmarkaðinn. Krakkakeyrsla. Börn fá að sitja aftan á bifhjólum og fara hring. Mömmur fá að fara rúnt á eftir.

Kl. 17:00 - 20:00 Veitingahúsið Brúin: Fiskihlaðborð.

Kvölddagskrá:
Kl. 21:00 - 01:00 Sjómannastofan Vör: Dansleikur - Gömlu dansarnir. Sjómannalögin spiluð og sungin. Grétar Guðmunds sér um fjörið. Aðgangseyrir 1.000 kr.
Kl. 21:00 Salthúsið: Blústónleikar. Fram koma Vinir Dóra ásamt Wet paper bag blues band frá Grindavík. Miðaverð 1500 kr.
Kl. 22:00 Veitingahúsið Brúin: Hljómsveitin Traustir vinir leikur fyrir dansi á neðri hæðinni. Miðaverð 1.000 kr.
Kl. 00:00 Kanturinn: Hljómsveitin Hafrót leikur fyrir dansi.
Kl. 00:00 - 04:00 Salthúsið: Dansleikur með hljómsveitinn Spark ásamt söngkonunni Díönu Von Ancken. Miðaverð 2.500 kr.
Kl. 00:00 - 04:00 Íþróttahúsið: Ball á vegum körfuknattleiksdeildar UMFG. Hljómsveitin Skítamórall sér um fjörið. Miðaverð: 2000 kr. í forsölu, 2.500 kr. við hurðina. Aldurstakmark 18 ára. Foreldrum og/eða forráðamönnum verður ekki heimilt að koma með unglinga yngri en 18 ára inn á ballið.

Nýlegar fréttir

mán. 16. okt. 2017    Kynning og kaffi í Kvikunni á afmćlisdegi Guđbergs Bergssonar
mán. 16. okt. 2017    Grindavíkurkonur einar á toppnum eftir sigur á ÍR
mán. 16. okt. 2017    Stjörnuhópur frá Laut heimsćkir tónlistarskólan
mán. 16. okt. 2017    Max's Restaurant auglýsir eftir ţjónum
mán. 16. okt. 2017    Andri Rúnar ađ öllum líkindum á förum frá Grindavík
mán. 16. okt. 2017    Óli Stefán Flóventsson áfram međ Grindavík
mán. 16. okt. 2017    Grindavík lagđi Hauka
fös. 13. okt. 2017    Fimmtánda svćđisţing tónlistarskóla á Suđurlandi og Suđurnesjum
fim. 12. okt. 2017    Kynning og kaffi í kvikunni á afmćlisdegi Guđbergs Bergssonar
fim. 12. okt. 2017    Ađalfundur Hestamannafélagsins Brimfaxa verđur 26. október
fim. 12. okt. 2017    Leikjaskrá körfuknattleiksdeildarinnar komin út
miđ. 11. okt. 2017    Reykjanesiđ frá A-Ö
miđ. 11. okt. 2017    Vilhjálmur Árnason rćđir Grindavíkurveg og stöđu mála
ţri. 10. okt. 2017    Lestrarátak á miđstigi
ţri. 10. okt. 2017    Alţingiskosningar laugardaginn 28. október 2017
ţri. 10. okt. 2017    Tveir meistarakokkar mćtast - Halla og Maggi Texas
mán. 9. okt. 2017    Grindavík lagđi Ţór í háspennuleik
mán. 9. okt. 2017    Hvernig sćki ég um styrki? - Uppbyggingarsjóđur Suđurnesja
mán. 9. okt. 2017    Grindavík lagđi Fjölni
mán. 9. okt. 2017    Vinir í bata - opinn fundur í kvöld
fös. 6. okt. 2017    Októberfest á Fish House um helgina
fös. 6. okt. 2017    Flottur útivistarhópur
fös. 6. okt. 2017    Leik Grindavíkur og Ţórs frestađ
fös. 6. okt. 2017    Járngerđur komin út
fim. 5. okt. 2017    Forvarnardagurinn í 9. bekk
Grindavík.is fótur