Lćkkađ verđ á tónleika Karlakórs Hreppamanna, fimmtudagskvöld

  • Fréttir
  • 28. maí 2014

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að velunnarar Karlakórs Hreppamanna hér í Grindavík hafa boðist til að niðurgreiða miðana á tónleika kórsins, Nú sigla svörtu skipin, og kostar því aðeins litlar 2.000 krónur inn á tónleikana annað kvöld.

Söngárið 2013-14 hefur kórinn undirbúið tónleika undir heitinu „Nú sigla svörtu skipin",sem er óður til hafsins og sjómennskunnar. Titillinn vísar í lag Karls Ó. Runólfssonar við ljóð Davíðs Stefánssonar. Mörg af stórbrotnustu kórverkum íslenskra tónbókmennta eru óður til sjóhetjanna en sjómannalög eru líka dillandi létt með grípandi laglínum. Slík lög munu sóma sér vel meðal hinna dramatísku á tónleikadagskrá kórsins nú í vor. Hafið, fiskveiðar og sjómennska hafa verið stór hluti af þjóðarsál Íslendinga um aldir. Þrautseigja og hetjudáðir sjósóknara í gegnum tíðina hafa lifað með þjóðinni í sögum, ljóðum og sönglögum um þessa dáðu stétt sem dregið hefur björg í bú en jafnframt fært miklar fórnir í baráttu sinni við hafið. Stjórnandi Karlakórs Hreppamanna er Edit Molnár og undirleikari Miklós Dalmay. Til að gera viðfangsefninu enn betri skil hefur kórinn fengið til liðs við sig Gunnar Björn Guðmundsson leikstjóra og Magnús Guðmundsson leikara sem unnið hafa, upp úr frásögnum, ljóðum og þjóðsögum af þessu meginsviði íslenskrar menningar, handrit sögumanns sem fléttað verður við sönginn. Miðaverð eins og áður sagði, 2.000 krónur og hefjast tónleikarnir klukkan 20:00, en dagskráin er um tveggja klukkustunda löng.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!