Vinir í vestri - fyrirlestur í Kvikunni um Vestur-Íslendinga í Kanada

  • Fréttir
  • 26. maí 2014

Fimmtudaginn 29. maí kl. 17:00 mun Atli Ásmundsson, fyrrum aðalræðismaður Íslands í Winnipeg, flytja áhugavert erindi um líf og störf Vestur-Íslendinga í Kanada. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Erindið er samstarfsverkefni Utanríkisráðuneytis og Grindavíkurbæjar.

Atli mun segja sögur af fólki og atburðum og m.a. fjalla um sjómenn af íslenskum ættum sem stunda veiðar á hinu risastóra Winnipegvatni. Fáir þekkja slóðir frænda okkar fyrir vestan betur, en Atli, sem er mikill sagnabrunnur.

Erindið verður haldið eins og áður sagði í Kvikunni, menningarhúsi okkar Grindvíkinga, að Hafnargötu 12a kl. 17:00 og er aðgangur ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál