Sjóarinn síkáti um nćstu helgi - Glćsileg dagskrá í tilefni 40 ára kaupstađarafmćlis

  • Fréttir
  • 26. maí 2014

Í tilefni 40 ár kaupstaðarafmælis Grindavíkurbæjar verður sérstaklega mikið lagt í dagskrá Sjóarans síkáta í ár, bæjarhátíð Grindvíkinga, sem verður 30. maí til 1. júní nk. Þar verður rjóminn af bestu skemmtikröftum landsins alla sjómannadagshelgina og dagskráin er metnaðarfull og fyrir alla aldurshópa.  Í tilefni afmælisins hefur Grindavíkurbær, í samvinnu við Víkurfréttir, gefið út glæsilegt 48 síðna kynningar- og afmælisblað í 30 þúsund eintökum sem dreift verður í öll hús á Reykjanesi og víða á suð-vestur horninu í vikunni.

Í kynningar- og afmælisblaðinu er ítarleg umfjöllun um menn og málefni, kynningu á fyrirtækjum, þjónustuaðilum, starfsemi bæjarins og stórskemmtilegu mannlífi Grindvíkinga sem eru landsfrægir fyrir lífsgleði sína. Þar er jafnframt að finna dagskrá Sjóarans síkáta 2014. 

Ritstjóri blaðsins er Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs. Blaðamaður Olga Björt Þórðardóttir á Víkurfréttum.

Afmælis- og kynningarblað Grindavíkur 2014 má sjá hér (11 MB í PDF).


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir