Taliđ niđur í Sjóarann Síkáta: Tónleikar UPPFĆRT

  • Fréttir
  • 26. maí 2014

Það vildi svo óheppilega til að einhverjar staðsetningar skoluðust til í síðustu frétt um tónleika á Sjóaranum síkáta og einir tónleikar gleymdust! Hér kemur því uppfærð dagskrá:

Á Sjóaranum síkáta í ár eru fjölmargir skemmtilegir tónleikar á dagskrá. Hljómsveitirnar koma úr ýmsum áttum, landsþekktir listamenn í bland við unga og upprennandi flytjendur og auðvitað stíga grindvískar sveitir einnig á stokk. Hér að neðan höfum við tekið þessa viðburði saman á einn stað svo að fólk geti byrjað að taka frá tíma og missi örugglega ekki af neinu!

Fimmtudagurinn 29. maí:

Kl. 20:00 - Tónleikar í Grindavíkurkirkju með karlakór Hreppamanna . Söngárið 2013-14 hefur kórinn undirbúið tónleika undir heitinu „Nú sigla svörtu skipin" sem er óður til hafsins og sjómennskunnar. Til að gera viðfangsefninu enn betri skil hefur kórinn fengið til liðs við sig Gunnar Björn Guðmundsson leikstjóra og Magnús Guðmundsson leikara sem unnið hafa, upp úr frásögnum, ljóðum og þjóðsögum af þessu meginsviði íslenskrar menningar, handrit sögumanns sem fléttað verður við sönginn. Miðaverð 3.000 kr.

Kl: 20:00 - Hinn eini sanni Bjartmar Guðlaugsson spilar á Mamma mía. Síðast þegar Bjartar spilaði á Mamma mía komust færri að en vildu og er fólk hvatt til að mæta tímanlega til að tryggja sér sæti. Húsið opnar klukkan 20:00 og kostar miðarverð er 1.000 kr .

Kl. 21:30 - Tónleikar á Salthúsinu með hljómsveitinni Audion Nation . Miðaverð 1.500 kr .

Laugardagurinn 31. maí:

Kl. 13:30 - Evróvisionfararnir í Pollapönki skemmta á sviðinu við höfnina .

Kl. 15:00 - Víðihlíð/Miðgarður : Grindvíska bítlabandið úr Ásgarði, The Backstabbing Beatles skemmtir.

Kl. 21:00 - Blústónleikar á Salthúsinu . Fram koma Vinir Dóra ásamt Wet Paper Bag Blues Band frá Grindavík. Miðaverð 1500 kr.

Sunnudagurinn 1. júní:

Kl. 21:00 - Tónleikar á Salthúsinu með hinum landsþekktu Jóhanni Helgasyni og Magnús Þór Sigmundssyni . Miðaverð 2.000 kr .


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!