Sjóbjörgunarćfing í Grindavík um helgina

  • Fréttir
  • 24. maí 2014

Um helgina fer fram ansi viðamikil sjóbjörgunaræfing hér í Grindavík. Von er á um 20 björgunarskipum til bæjarins og má reikna með að mikill erill verði við höfnina og víðar um bæinn. Björgunarsveitin Þorbjörn hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu:

Ágætu bæjarbúar, um helgina fer fram gríðarlega stór sjóbjörgunaræfing hér við Grindavík en von er á 15 til 20 björgunarbátum og björgunarskipum hingað til þess að taka þátt. Björgunarsveitin Þorbjörn hefur undanfarið staðið í ströngu við undirbúning æfingarinnar en svona æfingar eru haldnar á tveggja ára fresti og í þetta skiptið varð Grindavík fyrir valinu. Að æfingunni koma mjög margir og má þar helst nefna Slysavarnadeildina Þórkötlu en einnig verða aðrar björgunarsveitir af Suðurnesjum við störf. Þá tekur slökkvilið Grindavíkur einnig þátt sem og Grindavíkurhöfn. Ekki láta ykkur bregða því svona æfingum fylgir auðvitað mikið umfang og verður mikið af björgunartækjum í plássinu um helgina.

Björgunarsveitin Þorbjörn


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!