Efri innsiglingsvarđan viđ Hóp lagfćrđ

  • Fréttir
  • 23. maí 2014

Í tilefni komandi sjómannadags tóku nokkrir FERLIRsfélagar sig til á dögunum og löguðu efri innsiglingarvörðuna við Hóp. Varðan er frá árinu 1939 og var gerð í tengslum við gröftinn mikla inn í Hópið. Varðan hrundi að hálfu síðastliðið vor og hefur síðan ekki verið svipur hjá sjón - en hefur nú fengið andlitslyftingu á 75 ára afmælinu. Verkið var unnið í sjálfboðavinnu í þágu varðveislu sögu Grindavíkur og kann Grindavíkurbær FERLIRsfélögum bestu þakkir fyrir verkið.

Á heimasíðu FERLIR má lesa mjög vandaða og greinagóða umfjöllun um vörðurnar við Hópið, sjá nánar hér: http://ferlir.is/?id=18871

Varðan eins og hún leit út í vor:

Hálfnað verk þá hafið er. Kindur grindvískra fjárbænda taka verkið út:

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir