Vel heppnađ sundlaugarpartý

  • Fréttir frá Ţrumunni
  • 19. maí 2014

Klúbburinn Flottur án fíknar, frá Akurskóla í Reykjanesbæ var í óvissuferð sem endaði í Grindavík síðastliðinn föstudag. Hópurinn vildi endilega gera eitthvað skemmtilegt með okkar krökkum og höfðu forsvarsmenn klúbbins samband nokkrum vikum áður. Nemendaráð tók síðan þá ákvörðun að skemmtilegt væri að bjóða nágrönnum okkar í alvöru sundlaugarpartý í sundlaug Grindavíkur.

Uppblásin risarennibraut var tekin á leigu og alvöru græjur tengdar á sundlaugarbakkanum og var sundlaugarpartýið frá 20:00-22:00. Krakkarnir voru almennt mjög sátt með viðburðinn og hlökkuðu til að skipuleggja annað sundlaugarpartý að ári liðnu. Akurskóli var mjög sáttur með gestrisnina og stefnir skólinn á að bjóða okkar krökkum í heimsókn á nýju skólaári. Við þökkum Akurskóla kærlega fyrir komuna.

Jóhann Árni Ólafsson, frístundaleiðbeinandi.

Nokkrar myndir frá partýinu:


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir